Upp brekkuna, grasi gróna og alsetta hvítum blómum sem skína eins og litlar stjörnur á grænum himni. Hvað ætli þau heiti? Kannski eru þetta músareyru, eða sjöstjörnur; hvort heldur sem er, eru þau lítil hlið á veruleikanum og opnast inn í annan heim. Áfram, yfir lækinn sem hoppar og skoppar niður brattann eins og lítill drengur að leika sér. Hvaðan ætli hann komi? Kannski úr einhverri silfurtærri fjallalind, sem hefur aldrei gert annað en að spegla bláma himinsins. Áfram, áfram; yfir...