Ég hef sjálfur aldrei gert tæki(t.d. sleða, bíl, hjól…) upp frá grunni, hef bara reddað því sem redda þurfti, en ég ætla að hafa smá svona verkefni í sumar til að dútla í þegar ég nenni. Var ég því að velta því fyrir mér hvort menn gætu bent manni á gott plan til að fylgja við uppgerð tækis og auðvitað sem maður myndi síðan laga að viðkomandi tæki, hvort sem það væri bíll, sleði, hjól eða hvað annað. Endilega komið með hugmyndir.