Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ég veifaði hjartanu.....

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
já, þetta er alveg ótrúlega sterkt og með því flottara sem er í gangi þessa dagana.

Re: Saklausar sálir í réttu ljósi? (2. hluti)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
hehe, sniðugt. Smá forvitni samt, varstu kannski að lesa gamla smásögu eftir Tmar? http://www.hugi.is/smasogur/greinar.php?grein_id =49673 kv. D

Re: Gelgjanr1

í Tilveran fyrir 20 árum, 10 mánuðum
ok, þetta er alveg örugglega einhver 45 ára gamall vörubílstjóri eða sjómaður frá Eskifirði eða álíka. Hann hefur ákaflega sérstakan og svartan húmor og hefur gert þetta allt saman til þess eins að skemmta sjálfum sér. Þetta notendanafn og er augljóslega falsað og því er best að trúa ekki einu einasta orði sem frá því kemur. Ef ummælin sem frá Gelgjanr1 koma vekja upp hörð viðbrögð og rifrildi þá er markmiðinu náð og þessi gaur situr hlæjandi fyrir framan tölvuna hvar sem hann er staddur....

Re: Svefn

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Vá!! Þú ert drottning þessa svæðis, það er alveg á hreinu. Vald þitt á tungumálinu er svakalegt og orðanotkun dásamleg. Þú átt svo auðvelt með að draga fram magnþrungnar myndir og tilfinningar með skemmtilegum hætti. Orð eins og: ‘haustmjúkum’, ‘svefnrúnir’, ‘silkiljóð’, ‘svefnþungri’ og fleiri vinna öll að því að skapa ákveðna stemningu í kringum ljóðið sem kemst 100% til skila. Ekki spillir fyrir að þú ert farin að gera tilraunir með formið með því að bæta við ljóðstöfum. Þeir mættu...

Re: Survivor All stars byrjar 2. Febrúar.

í Raunveruleikaþættir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Shiat! Maður kíkir á þetta þrátt fyrir að ég sé óendanlega svekktur yfir því að Johnny Fairplay sé ekki þarna. Það hefði verið ljúft að sjá hann í hóp með Rob og Rob :D

Re: Útfararsálmur

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
mjög gott, ljóðið vinnur á eftir því sem lengra er lesið og endirinn er sterkastur. Svo kemur það sér sannarlega vel núna að trúa ekki á tilvist helvítis, ekki satt? :D kv. D

Re: Primus-Sailing the seas of cheese

í Rokk fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Tom Waits ER Tommy the Cat! :D Magnað lag og margt gott komið úr samstarfi þessa snillinga. Líka asskoti grúví myndbandið við Tommy the Cat :)

Re: konan sem vorkenndi mér

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
sniðug pæling og skemmtilegt, hversdagslegt ljóð :) kv. D

Re: Myrkur

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
sammála ofanrituðum, enn einn gullmolinn frá þér :)

Re: Gleðin er kominn aftur

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
þau eru nú ekkert svakalega falin, góð skilaboð engu að síður :) hef sjálfur leikið mér með uppsetningu: http://www.hugi.is/ljod/greinar.php?grein _id=57931 kv. D

Re: Óræð orð

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Frábær orðanotkun og tilfinningaflæðið kemst vel til skila eins og þú hefur svo gott lag á. Enn eitt snilldarljóðið frá þér :) kveðja, D

Re: Þegar húmar að

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég vona svo sannarlega að ljóðið sé ekki samið af reynslu, ef svo er þá samhryggist ég. Hins vegar mætti gera betur þegar hugað er að formi, rímið er stundum heldur ódýrt (heim-mein, hún-rúm, minn-…gin) og hrynjandin er ekki alltaf uppá sitt besta en það er margt gott í þessu sem bendir til þess að þú eigir ekki að gefa upp á bátinn að prufa þig áfram í formlegum stíl. Endilega haltu tilraunastarfsemi áfram :)

Re: Survivor - AllStars (**) !

í Raunveruleikaþættir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég ætlaði að koma með komment um það að þeir sem væru búnir að vinna eina keppni ættu ekki að vera með í þessari… en ég er búinn að skipta um skoðun með það, þá myndu skemmtilegir keppendur falla út auk þess sem það getur vel spilað inn í stragedíuna að menn hafi unnið áður. Mig langar samt að sjá Jon inni líka og hafa hann í sama liði og Rob C. og Rob M. :D það væri mjöööög áhugavert að sjá allar pælingarnar þar.

Re: Pæling

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
jújú, vissulega finnurðu þetta ljóð á ljod.is og ef þú leitar í gegnum korkinn hérna á huga.is/ljod gæti vel verið að þú myndir rekast á þetta ljóð þar líka…

Re: Mín spá fyrir lokaþáttinn.

í Raunveruleikaþættir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Jon ownar leikinn og á skilið að vinna! :)

Re: þegar nótin tekur yffir

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Mjög flott hugmynd og vel útfærð fyrir utan það að stafsetningarvillurnar skemma ljóðið algjörlega. Það væri gott ráð fyrir þig að fá einhvern til að lesa yfir ljóðin þín því þú ert svo sannarlega efni í skáld. Abigel hefur boðið fram aðstoð sína í þeim efnum ef þú treystir engum sem þú þekkir. Endilega láttu fara yfir ljóðin sem þú semur og haltu áfram að semja :) kv. D<br><br><b>Tom Waits skrifaði:</b><br><hr><i>Never trust a man in a blue trench coat, never drive a car when you're dead!</i><br><h

Re: Hvert fór allt jólaskapið?

í Hátíðir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það er algjör vitleysa að halda að maður þurfi að vera kristinn og fara í kirkju til að geta haldið uppá jólin. Eins og hefur komið fram hér að ofan þá er jólahátíðin eldri siður á Íslandi en kristin trú. Ég er ekki trúaður maður en finnst lítið athugavert við það að halda upp á jólin sem hátíð ljóss og friðar. Færa ljós inn í mesta svartnættið og fagna því að dagurinn tekur að lengjast. Notaðu þessa hátíð bara sem fjölskylduhátíð, tækifæri til að styrkja vinabönd og auðga andann :) og gleðileg jól!

Re: Töfrar

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Tööööff! :) kv. D

Re: Afturhald

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Veit alveg nákvæmlega hvað þú meinar, þú kemur þessu vel til skila :) kv. D

Re: Röðull fóstrar líf.

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Frábært! Ljóð sem ég á eflaust eftir að lesa aftur (og jafnvel aftur). Áfram svona kv. D

Re: yfirum

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
góð pæling og sterkt ljóð.

Re: Hækutríó (handa I.)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Mjög gott! Enn einu sinni tekst þér að koma fram með eitthvað sem hreyfir við mér :) kv. D

Re: Til eiginmanns míns :)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hjartanlegar hamingjuóskir! kv.D

Re: jólaromsa

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Margir mjög góðir sprettir hjá þér, góð ádeila :) kv. D

Re: móða

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Öðruvísi stemning en ég er vanur að sjá frá þér. Sýnir að þú getur farið vel með alvarleika og drunga líkt og húmorinn. Þumall á lofti frá mér :) Verð þó að koma að smá aðfinnslu; ‘einmanaleika’. kv. D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok