Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: tattoo-ið á kæró

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum
Hver flúraði? Svosem skemmtileg (og klassísk) staðsetning og mér sýnist margt vera fínt í þessu en held að myndin sé ekki nógu góð til að hægt sé að meta flúrið að verðleikum. Væri eiginlega til í að sjá betri mynd áður en ég get myndað mér alvöru skoðun á því hvort ég fíli þetta eða ekki…

Re: Myndasamkeppni

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum
Flottasta myndin og flottustu götin að mínu mati. Er yfirleitt svona semihrifinn af tunnel í mesta lagi en þetta finnst mér mjög flott.

Re: Backpiece session 3

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Stórglæsilegt! Ekkert slæmt við þetta flúr, flott mynd, flott hugmynd, flottir litir, flott staðsetning, illa vel gert - til hamingju!

Re: Memento Mori

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Það breytir náttúrulega miklu og þar á meðal skoðun minni á flúrinu ;) Finnst þetta áhugaverð pæling hjá þér og vona að við fáum að halda áfram að fylgjast með þróuninni hjá þér hér á huga. Respect!

Re: Memento Mori

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
hehe, brilliant hugmynd. Eða hvað með: Ég upplifði kreppuna 2008 og það eina sem ég fékk var þetta tattoo. :D En að upphaflega tattooinu þá finnst mér það flott, góður boðskapur og flott letur. Varð þó fyrir smá vonbrigðum þegar ég opnaði Carpe Diem flúrið og sá að það var í asískum táknum. Finnst það ekki alveg passa saman auk þess sem ég er enginn aðdáandi asískra tákna þegar kemur að flúrum. Bæði skrýtið að fá sér tákn sem maður les ekki sjálfur og líka finnst mér vanta einhverja tengingu...

Re: Flúrið á mjöðminni á mér

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
það er eitthvað við þetta. Fannst það ekkert sérstakt fyrst þegar ég sá það en það sækir á í hvert skipti sem ég sé það. Finnst það töff og er hrifinn af staðsetningunni :)

Re: Rúna armband...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
jájá, ef það er eitthvað í sama stíl, t.d. galdrarún eða eitthvað þannig, þá værum við að tala saman. Er sjálfur með Ægishjálm á öxlinni og nafnið á syni mínum í rúnaletri undir, einmitt 6 stafa nafn ;)

Re: Rúna armband...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Mér finnst pælingin hjá Awake töff. Hins vegar er ég ekki hrifinn af því að blanda krúsídúllum og skrauti inn í rúnaletur. Finnst það ekki passa vel saman en það er náttúrulega bara mitt álit. Önnur pæling væri náttúrulega að hafa bara bil á milli stafanna þannig að þessi 6 tákn næðu allan hringinn. Rúna stafirnir eru svo flottir og standa svo vel einir og sér að ég held það myndi bara skapa dáldið flott effect að hafa dáldið bil á milli stafanna allan hringinn. Prófaðu bara að skrifa þetta...

Re: Key to my heart

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 4 mánuðum
flott hönnun og tattoo. Sjálfur myndi ég reyndar hafa bæði hjartað og vængina í lit líka en það er náttúrulega bara minn persónulegi smekkur :P Góð staðsetning fyrir þetta tattoo finnst mér.

Re: Stofur í Dublin

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Google er vissulega góður en kemur ekki í staðinn fyrir persónulegar reynslusögur fólks hér, ef einhverjar eru. Er ekki að reyna að fá fólk til að vinna leitarvinnu fyrir mig, einungis forvitnast um það hvort einhver þekki til í tattooheimum Dublin og geti mælt með stofu við mig.

Re: Absinthe

í Djammið fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Aðferðin þar sem kveikt er í sykurmola og hann látinn bráðna er stundum kölluð tékkneska aðferðin eða bóhemían aðferðin. Hún kom þannig til að Tékkar voru að reyna að framleiða Absinthe en gátu aldrei framleitt alvöru Absinthe sem sýndi sömu áhrif þegar þú lést kalda vatnið leka hægt í glasið. Þess vegna fóru þeir að kveikja í því til að fela það að þetta var ekki alvöru Absinthe heldur vökvi sem þeir kölluðu Absinth. Það að segja að þetta sé röng leið til að drekka Absinthe er kannski...

Re: Tattú á sérstakann stað :-)

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 7 mánuðum
god daaaaaamn, nú fékk ég samúðarverk…

Re: Nýjasta mitt !!

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 7 mánuðum
sjett, þetta er geðveikt! Er einmitt sjálfur búinn að pæla í að fá mér pinup og þetta minnkar hvorki þá löngun né þá að fá mér eitthvað meistaraverk eftir JP. Snillingur sem maðurinn e

Re: Sleeve

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 7 mánuðum
vá, þetta er rosalegt! Er það bara ég eða er JP á algjörum heimsmælikvarða þegar kemur að flúrurum? Þá meina ég í hópi með þeim allra bestu…

Re: Minningarflúr

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Mér finnst þetta bara mjög góð hugmynd. Held einmitt líka að þú þurfir aldrei að réttlæta tattooin þín fyrir neinum öðrum. Ef þig langar í svona tattoo þá er það bara frábært. Er sjálfur með svipaða pælingu um afa minn, akkeri sem tengist hans lífi. Svo var hinn afi minn slökkviliðsmaður þannig að ein pæling sem ég er með er að setja akkeri á einn stað og hjálm á annan til að heiðra þá báða…

Re: Pælum saman

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 8 mánuðum
já, einmitt. Held það hljóti að hafa átt að vera aðeins til hliðar við hrygginn.

Re: Tattoo í London

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ég og kærastan mín fengum okkur tattoo á Eclipse í Camden. Fín stofa með allt á hreinu og hægt að ganga inn af götunni og panta tíma, allavega þegar við fórum (maí á síðasta ári). Ég mæli alveg með henni en þú ert samt ekki að fá neitt betri díl en þegar þú ferð í tattoo hérna heima, þetta er hvorki betra né ódýrara úti. Ekki það að þeir séu crappy úti, bara svona asskoti góðir hérna heima ;) Bætt við 8. mars 2008 - 02:08 heimasíðan þeirra er www.eclipse.me.uk

Re: Pælum saman

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 8 mánuðum
ég fer mína leið held ég að pælingin sé

Re: Pælum saman

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 8 mánuðum
http://www.logigeirsson.de/img/010907_2.jpg :D

Re: Ermin mín í vinnslu

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 8 mánuðum
oj, ég öfunda þig fáránlega mikið. Þetta er truflað tattoo og ég hlakka til að sjá meira af því. Mig langar líka að fá JP til að hanna og flúra heila ermi á mig út frá textum og lögum Tom Waits. Veit ekki hvenær það verður meira en bara draumur þó.

Re: stjörnumerki

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ef þig langar alveg endilega til að fá þér tattoo í London þá get ég líka mælt með Eclipse, er með tattoo þaðan sjálfur. Hins vegar myndi ég frekar fá mér tattoo hérna heima. Tattooin úti eru hvorki ódýrari né betri en hjá þeim hérna. Ekki það að ég sjái eftir því að hafa sjálfur fengið mér tattoo úti, það er góður minnisvarði um skemmtilega ferð :)

Re: 12mm

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Þetta er bara frekar flott finnst mér. Er ekki mikill tunnelkall en lokkurinn er flottur.

Re: Hell-Hello-Kitty?

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Nja, virkar ekki fyrir mig.

Re: Ráðstefnan 2008

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 10 mánuðum
na-hæs, bíð spenntur eftir að sjá hvernig það kemur út. Án efa vel samt.

Re: Ráðstefnan 2008

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ó, heppna manneskja - ég öfunda þig af þeim tíma. Er það sleeve? Stefni sjálfur á að fara í fullsleeve til JP. Í það allra minnsta half. Á eftir að klára hugmyndavinnuna, er samt mjög spenntur. En já, líka spenntur fyrir ráðstefnunni. Komst ekki á hinar ráðstefnunar en reyni að mæta núna.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok