Þegar ég var lítill langaði mig alltaf að verða frægur. Ég hugsaði um allt sem mig langaði að verða frægur fyrir. Fyrst var það lögguengill, síðan vörubílstjóri, glæpamaður, sterkasti maður heims, hitler, riddari, lögfræðingur, forseti alheimsins. Þegar ég varð eldri rann það upp fyrir mér að það sem ég vildi vera voru einungis áhrif kvikmynda og bóka. Það og allur heimurinn hafði áhrif á mitt val. Ég hugsaði vitaskuld ekki rökrétt þar sem ég var einungis barn að leik og íhugun. En hver er...