Ég er að lesa vesalingana og fór þá Victor Hugo (rithöfundurinn) að koma með þrumuræðu sem hljómaði svona. “Borgarar! Nítjánda öldin er mikil, en sú tuttugasta verður hamingjusöm. Þá fer lífið ekki lengur eftir gamla laginu. Þá þarf ekki lengur að óttast landrán eða vopnaða keppni þjóðanna, eða lykkju á leið menningarstarfsins vegna konungagiftinga, eða erjur milli tveggja trúarbragða, sem stangast eins og hafrar á hengiflugi óendanleikans. Þá þarf ekki framar að óttast hungursneyð, eða það...