Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

deTrix25
deTrix25 Notandi frá fornöld Karlmaður
334 stig

Pizza panna (6 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Veit einhver hvar maður getur keypt pizza pönnu, þ.e. pönnu líka þeim og þeir nota á Pizza Hut? Kveðja, deTrix

A Plane is Born (6 álit)

í Flug fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mig langar bara að minna menn á það að þættirnir KR2 var að segja okkur frá, A Plane is Born, eru byrjaðir á Discovery. Ég sá fyrstu tvo þættina í gær og ég held að þetta séu þættir sem engin flugáhugamaður vill láta framhjá sér fara. Vissuð þið að það er til Discovery sjónvarpsstöð sem heitir Discovery Wings? Mér skilst að þetta sé stöð sem er 100% tileinkuð flugi! Er einhver hérna sem hefur séð þessa stöð? Kveðja, deTrix

Væri ég að sækja um vinnu hjá félagi væri ég: (0 álit)

í Flug fyrir 21 árum, 10 mánuðum

Astraeus vill íslendinga (21 álit)

í Flug fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Í morgunblaðinu í dag er viðtal við John Mahon, yfirflugstjóra og flugrekstrarstjóra Astraeus - félaginu sem flýgur fyrir Iceland Express. Í lítilli grein til hliðar segir John að ekki sé útilokað að ráða íslenska flugmenn, ráða þurfi nokkra flugmenn á árinu þegar tvær til þrjár flugvélar bætist í flotan. Einnig er viðtal við Jóhannes Jóhannsson, formann Félags íslenskra atvinnuflugmanna, en helmingurinn af hans grein í að tala um Flugleiðir. Í dag eru 192 starfsmenn hjá Astraeus, þar af 140...

Makkarónur og ostur (4 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Nú þegar allir eru að hugsa um jólasteikina langar mig að sýna ykkur smá uppskrift sem gerir ykkur kleift að borga fyrir steikina góðu. Makkarónur og ostur er matur eins og hann gerist ódýrastur, það er svo ekki verra að þetta bragðast bara alveg ágætlega :) En svona er uppskriftin: 1 pakki makkarónur (honning) 100 gr. ostur 30 gr. smör 30 gr. hveiti 3 dl. mjólk 1/2 tesk. sinnep (dion t.d.) Salt og pipar eftir smekk Ég byrja á því að setja smjörið og hveitið í pott og hræri því saman. Um...

TV-Out (2 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Jæja, ég er í einhverju djöfulsins basli með TV-Outið á skjákortinu mínu. Um daginn var ég búinn að stylla þetta inn og þetta virkaði vel. Svo var ákveðinn heimilismaður sem kvartaði yfir því að það væri vont að músin færðist lengst til hægri og vildi láta taka þetta út. Ég aftengdi þetta, en núna þegar ég ætla að setja þetta upp aftur get ég það ekki. Ég er búinn að fara mörgum sinnum yfir þetta allt og ég veit það að mér er líklega að sjást yfir eina litla styillingu! Eitt sem ég held að...

Dell Inspiron (6 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Til sölu fjórar Dell Inspiron fartölvur. Vélarnar eru fengnar í Tölvulistanum og gætu því e.t.v. verið í ábyrgð. Vélarnar eru lítilsháttað laskaðar eftir brottfluttninginn aðfaranótt síðastliðins fimmtudags, og í eina þeirra vantar geisladrif og rafhlöðu, sem týndust á hlaupunum frá Tölvulistanum. Áhugasamir geta fengið að skoða tölvurnar í dag og næstu daga, en annars geri ég ráð fyrir því að fara á Hraunið eftir miðjan mánuðinn og get því ekki sýnt vélarnar eftir það fyrr en um mitt sumar...

Listflugsveitin Red Arrows væntanleg til Íslands (4 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Samkvæmt morgunblaðinu er listflugsveitin Red Arrows væntanleg til Íslands n.k. mánudag. Segir þar að listflugsveitin muni sýna listir sínar í lágflugi yfir borginni kl. 15, svo fremi sem veður og aðstæður leyfi. Nú þarf ég bara að sannfæra minn yfirmann um það að það sé algjör óþarfi að ég vinni seinni hluta mánudags, þó það sé mesti annatíminn… :) Kveðja, deTrix

Áhyggjur flugumferðastjóra (4 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég var að lesa <a href="http://news.bbc.co.uk/1/hi/uk_politics/2171112.stm"> frétt á BBC</a>, þar sem verið er að tala um áhyggjur flugumferðastjóra af flugöryggi í háloftunum. Mér sýnist margt vera líkt með þessum athugasemdum NATS flugumferðastjóranna og kvörtunum þeirra íslensku, en alltaf eru þessar kvartanir/athugasemdir afgreiddar á sama hátt; þeir sem ráða og stjórna peningunum segja að þetta sé ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Ég hef ekki mikið vit á því hvað gerist hinumegin við...

Blindflugsáritun (IR) gildi í...? (2 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Rétt svar er: Eitt ár 73% með rétt svar, sem er líklega bara ágætt… deTrix

Þegar tvær vélar stefnast á í nánast sömu hæð... (11 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 4 mánuðum
…verður vélin sem hefur hina á hægri hönd að…? halda stefnu og hraða: Þetta er rangt. Þetta á við vélina sem hefur <b>hina á vinstri hönd</b> víkja og beygja til vinstri: Þetta er rangt. Ef þú beygir til vinstri missir þú sjónar af vélinni sem þú ert að víkja fyrir. víkja og beygja til hægri: Þetta er rétt. Með því að beygja til hægri getur þú haft sjón á hinni vélinni allan tímann. halda stefnu og hæð: Þetta er rangt. ———– Mér finnst atriði að við höfum þetta á hreinu, þar sem þetta er einn...

Live Air Traffic Control (7 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég veit ekki hversu oft ég hef óskað þess að ég ætti skanner - sé fyrir mér rómantískt kvöld þar sem ég og betri helmingurinn eldum okkur góðan mat, sem er snæddur við kertaljós, drekku gott rauðvín með og hlustum á turninn í Reykjavík svona rétt á meðan… En þar sem ég á ekki skanner eru ekki líkur á því að ég eldi pasta á næstunni, en ég er nú samt kominn með það næst-næst-næst besta. Fyrir nokkrum árum fann ég Miami flugturninn hérna á netinu og hlustaði á hann klukkustundum saman (maður...

Oshkosh (10 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nú þegar ALLIR nema ég eru farnir til Oshkosh er ég einn að skrifa á Huga, sit einn að öllum vélunum á vellinum, og ég verð einn að fljúga þegar ég loksins nenni niður á flugvöll. Getur þetta verið betra? deTrix

Star Trek VOY búið! (7 álit)

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég er svo tómur… er eitthvað líf eftir þetta?

Supersonic jet crashes in test (1 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Jæja… Á BBC News er athyglisverð frétt… ég myndi peista hana hérna, en það er líklega bara betra að láta linkinn vera hérna… gössovel: http://news.bbc.co.uk/hi/english/world/asia-pacific/newsid_2127000/2127429.stm Kveðja, deTrix

Stjórnandi á huga (1 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég vil lýsa yfir ánægju minni yfir því að ritstjórn huga hefur áhveðið að setja aftur inn einn af fyrri stjórnendum áhugamálsins. Ég vona að hann eigi eftir að standa undir væntingum okkar. deTrix

Star Trek frestað - ég vil hefnd! (5 álit)

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Við sem höfum verið að fylgjast með síðustu 177 þáttum af Star Trek, og hlakkaði mjög til að horfa á þann síðasta, hljótum að vera rosalega svekkt núna. Ég var búinn að bíða eftir þessum þætti alla vikuna, en nú fæ ég ekki að sjá neitt! Þar sem rökræður virka ekki við þetta fólk sem stjórnar RÚV að þá legg ég eftirfarandi til: 1) hættum að borga af RÚV! 2) í hvert skipti sem við föum inn á síðu þar sem maður á, af einhverri ástæðu, að skrifa e-mailið sitt, skrifum við þá e-mail hjá...

Blindflugsáritun (IR) gildi í...? (0 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 5 mánuðum

Minni og PCMCIA Netkort (3 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Til sölu 128 MB minni í fartölvu (Kingston) og 10/100 PCMCIA netkort. Tilboð óskast. deTrix

The New Temporal Directive (8 álit)

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hérna fyrir ofan er “The New Temporal Directive” sem segir: “Það sem aldrei hefur skeð áður, getur alltaf gerst aftur”. Mig langar að benda þýðandanum, þ.e. þeim sem snéri þessu yfir á íslensku, að hlutirnir ske í Danmörku, en gerast á Íslandi. :) Kveðja, deTrix

Bakaríssnúðar (0 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sælt veri fólkið! Mig langar að láta hérna uppskrift af snúðum sem ég fékk hjá góðri frænku minni. Ég vil taka það fram að ég hef ekki bakað þessa uppskrift sjálfur og er því ekki ábyrgur fyrir árangri ykkar. Uppskriftin er mjög stór, svo ekki sé minna sagt, en ég geri ráð fyrir því að það megi minnka hana nokkuð. En hérna kemur þetta! 2,7 kg. hveiti 1,5 ltr. volgt vatn (37°c) 6 bréf þurrger (jafngildir 24 teskeiðum) 225 gr. brætt smjör (kælist eftir bræðslu og setjist útí 37°c heitt) 300...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok