Nýlega keypti ég mér nýja öxla í Brim, fínustu destructo öxlar með lífstíðar ábyrgð. Nema hvað þeir virðast vera eitthvað skakkir greyin (allavega annar þeirra.) því annað fremra dekkið liftst þegar ég stend ekki á því. Og þegar ég stend á því þá beygist fremri öxullinn og það er helvíti erfitt að halda jafnvæginu því brettið vill alltaf beygja til hægri. Ég var að pæla hvort þetta væri eitthver framleiðslugalli eða hvort fólk sé að lenda í þessu og kann einhver trikk til að laga þetta?...