Stjarnfræðingar hafa hugsanlega fundið 10. og fjarlægustu reikistörnuna í okkar sólkerfi. Er hún í 12,9 milljarða km fjarlægð frá jörðu og þvermálið allt að 2000 km. Er hún þá nokkuð minni en Plútó. Reikistjarnan, sem hefur verið gefið Sedna eftir sjávargyðju inúíta, fannst fyrst í nóvember síðastliðnum með sjónauka Palomar-stjörnurannsóknastöðinni austur af San Diego og síðar með Spitzer-geimsjónaukanum en honum var nýlega komið á braut um jörðu. Mike Brown hjá tækniháskólanum í...