Ég stari útum gluggann, nætur kaldar, svefngalsinn hæðist að mér og þröstur flýgur hjá. Kominn er tími á mig, skiljast leiðir vitundar, ekkert er í nóttinni, sem leiðir burt ljósið. Samt ligg ég hér og græt, tárin liggja á koddanum eins og óskasteinar brostinna vona. Síg ég núna í svefn, sleppi allri þrá og leitast burt í draumheiminn minn. Þar sé ég ekkert nema ást sem lýgur að mér, brostnir englar eru hráviði næturinnar. Skítur er núna á mér öllum en ég gleymi mér samt þegar ég hleyp á...