Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

könnunin - barnastærð (2 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Merkilegt að skoða könnunina um stærð barna við fæðingu, hvað þetta dreifist (í raun engin stærð algengari en önnur). Og maður hélt að “öll” börn væru svona 14-16 merkur.

Jólaveðrið (2 álit)

í Hátíðir fyrir 23 árum
Jæja, það lítur allt út fyrir rauð jól um mestallt land. Það er nú í góðu lagi ef þessi blíða heldur áfram. Leiðinlegustu jólin eru gráu jólin (slabb, bráðinn snjór, rok og bleyta). Það er miklu betra að hafa svolítið vorlegt heldur en þann fjanda.

Mömmuveikin! (8 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Jæja, nú fékk ég loks sæmilegan svefn í fyrsta sinn í 10 daga. Málið er að sá stutti er búinn að vera að taka tennur (fékk 3 í þessari lotu og er kominn með 7) og sú síðasta var ansi erfið (hún hlýtur að vera komin núna fyrst hann sefur). Hann er ekki beint að gráta en er greinilega pirraður og klæjar mikið. Nóg til að vaka heilu og hálfu næturnar. En málið er að hann verður að hafa MÖMMU. Ef ég sný mér út í horn fer hann að gráta (hann sefur í rimlarúmi við hliðina á mér). Ef ég hætti að...

Hulda, hvar fékkstu þessar... (2 álit)

í Hátíðir fyrir 23 árum
…jólasveinavísur sem birtast með jólasveinunum? Ég hef aldrei heyrt þær fyrr.

Hvað gefiði margar jólagjafir? (3 álit)

í Hátíðir fyrir 23 árum
Ég gef 16 jólagjafir (flestar með husbandinu) og þykist sleppa nokkuð vel. Sem betur fer er þetta flest til krakka, bæði er auðveldara að finna eitthvað handa þeim og svo getur maður sloppið ódýrar. Ekki séns að gefa fullorðnu fólki gjöf sem kostar minna en 1.500 - 2000 kr. og yfirleitt kostar það meira. Mér líður alltaf svo vel þegar ég er búin að kaupa nokkrar gjafir, þá er stressið minna og þá nýt ég þess betur að velja restina. Já og svo er toppurinn, pakka öllu dótinu inn. Love it.

Að eignast systkini (6 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Nú fer að verða ár síðan frumburðurinn okkar fékk að vita að hann ætti von á systkini. Við höfðum ákveðið að segja honum tíðindin á Þorláksmessu (ég þá komin rúma 3 mán. á leið) og eftir að búið var að skreyta tréð þá settumst við niður og sögðum honum fréttirnar. Eftir að hann var búinn að sannfæra sjálfan sig um að þetta væri satt og eftir sólskinsbros og fagnaðarlæti þyrmdi yfir hann og hann sagði: Oh, ég er viss um að litla barnið vill pulsur! (Hann er mjög sérstakur í matarræðinu...

Jólalög sem eru ekki jólalög (3 álit)

í Hátíðir fyrir 23 árum
Hvað finnst ykkur um það þegar verið er að taka þekkt lög og búa til jólalög úr þeim? Þetta hefur verið gert í gegnum árin með misjöfnum árangri. Ég ætla að nefna tvö nýleg dæmi. Draumadís Greifanna er orðin að jólasveini. Það getur vel verið að þetta hafi gerst fyrir löngu síðan en ég var sem betur fer að heyra þetta fyrst um daginn og mér finnst þetta alveg hroðalega ódýr aðferð við að “búa til” jólalag: “Verst að þetta var draumur minn, mig dreymdi að Stúfur jólasveinn, bankaði upp á hjá...

Hugleiðing um jafnrétti/verkaskiptingu (10 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Ég veit ekki vel hvernig ég á að orða þetta þannig að það sé ekki tekið sem kvörtun yfir eiginmanninum en ég er að velta fyrir mér verkaskiptingu foreldra. Maðurinn minn kemur úr fremur svona íhaldssamri fjölskyldu, mamman meira og minna heimavinnandi alla sína tíð og pabbinn svona voða mikill barnakall en þurfti aldrei að gera neitt heima (og þegar hann er einn heima verða börnin hans að bjóða honum í mat svo hann svelti ekki). Maðurinn minn er í raun jafnréttissinnaður en einhvern veginn...

Upplýstir plastjólasveinar! (5 álit)

í Hátíðir fyrir 23 árum
O.k., ein svolítið pirruð núna en hvað er með þessa upplýstu plastjólasveina sem eru út um allt? Meira að segja jólasveinamömmur hér og þar. Mikið ofsalega er þetta hallærislegt og “amerískt” (no offense bandaríkjamenn). Sjálfsagt finnst krökkum þetta flott, ég átti svona spiladós þegar ég var lítil (reyndar ekki úr plasti)en hvað gengur fullorðnu fólki til að planta þessu í garðinn hjá sér. Maður sér kannski fallega upplýst hús með grýlukertaseríu og litlum glitljósum í runnunum, ofsalega...

Jólahefðir (7 álit)

í Hátíðir fyrir 23 árum
Það er gaman að spá í hvernig jólahefðir skapast. Flestar jólahefðir höfum við frá æskujólunum en hvað gerist þegar fólk kynnist maka sínum og byrjar að skapa sínar eigin hefðir? Í mínu tilviki höfum við í flestum tilvikum reynt að halda í hefðir úr báðum fjölskyldum. Nokkur dæmi: 1. Með hangikjötinu var “must” í minni fjölskyldu að hafa rauðkál og laufabrauð. Það hafði maðurinn minn aldrei séð en hann verður að fá rófustöppu. Þannig að meðlætið með hangikjötinu jókst til muna með samruna...

Matur fyrir 5-6 mánaða? (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Bara að forvitnast, hvað gefið þið börnum ykkar að borða á þessum aldri? Minn er búinn að fá spónamat frá rúmlega 3ja mánaða og er orðinn frekar áhugalaus um krukkumat nema helst ávaxtamaukið en þeim mun áhugasamari um matinn sem við hin erum að borða. Hann hefur fengið t.d. að naga kjötbein og brauð með lifrarkæfu og það er sko toppurinn á tilverunni. Hann er að fá sína fjórðu tönn og er farinn að tyggja talsvert, sérstaklega ef hann fær að setja matinn sjálfur upp í sig. Hvað mynduð þið...

Kristján Sindri (1 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Æ, þvílík rúsína! Einbeitingin leynir sér ekki! Hvað er hann gamall þarna?

Gárastelpan mín fær ælupest? (5 álit)

í Gæludýr fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég á gárastelpu, líklega rúmlega þriggja ára (fengum hana frá annarri fjölskyldu vegna ofnæmis þar), hún er ekkert mjög gæf, situr þó á putta manns og er algjör frekja, á það til að bíta mann ef hún er í vondu skapi. En það er eitthvað sem amar að henni því á 2-3 vikna fresti er eins og hún fái heiftarlega kvefpest eða ælupest eða eitthvað sem lýsir sér þannig að hún hnerrar og hnerrar og ælir upp korninu sínu, verður öll slímug og vesældarleg. Þegar svona stendur á verður hún ofsalega aum...

Trúir þú á sveinka? (8 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Trúa börnin ykkar á jólasveina og hvað eru þau gömul þegar sannleikurinn rennur upp fyrir þeim? Sá eldri minn, 8 ára, er búinn að fatta þetta. Það kom í gær: Mamma ert það ekki bara þú sem setur í skóinn? Ég: Heldur þú það? Hann: Já. Ég: Þú veist að þeir fá bara í skóinn sem trúa á jólasveininn. Hann (löng umhugsun): Já. Ég held að hann sé ekki til. Umræðan varð ekki lengri en ég held að ég sé enn meira sorrý en hann yfir þessu. Litli drengurinn minn búinn að fatta, snökt, snökt, hann er...

Aftur um getnaðarvarnir (9 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Í framhaldi af umræðu um getnaðarvarnir fyrir nokkru síðan þá var ég í morgun að taka mitt annað þungunarpróf eftir fæðingu yngri sonar míns (sem er 5 mánaða). Í þetta sinn var ég viss um að ég væri ólétt (sem er ekki efst á óskalistanum hjá mér að svo stöddu) og horfði lengi á prufuna áður en ég sannfærðist um að þetta væri neikvæð niðurstaða. Sjúkk. Ástæðan fyrir þessum óléttuáhyggjum er blessuð minipillan. Hún ekki bara stöðvar hjá mér blæðingarnar (sem er svo sem ágætur kostur) heldur...

Frábær megrunarkúr! (3 álit)

í Heilsa fyrir 23 árum, 2 mánuðum
O.K., ég hef ekki hugmynd um hvort þetta hefur komið áður, ekki bögga mig yfir því. Matarkúr Bridget Jones ! - kúr sem bragð er af… Eru konur ekki alltaf að leita að “rétta” matarkúrnum sem tekur á of linum maga, slöppum rassi og appelsínuhúðarþöktum lærum ! Kannski kúrinn sé loksins kominn og hamingjan skammt undan en matarkúr hinar geðþekku Bridget Jones er víst sérlega hannaður með allt þetta í huga, auk þess að slá á streitu sem safnast upp yfir daginn. Gildi góðs morgunverðar er...

Skattalækkanir? (15 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hvað finnst mönnum um fjárlagafrumvarpið og boðaðar skattalækkanir? Mér kemur þetta ekki beinlínis á óvart, að það skuli liggja mest á því að lækka skatta (gífurlega mikið) á fyrirtæki, hátekjuskattinn (mörkin þar máttu reyndar alveg hækka aðeins) og svo eignaskatta og stóreignaskatta. Hefði virkilega ekki verið í lagi að henda nokkrum smábitum í “smáfólkið” í leiðinni? Jú, heyrðu, jibbý, heil 0,33% lækkun á skatthlutfallinu til okkar ræflanna. P.s. ég var úti í búð í dag og var að spá í að...

Lús : ( (15 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
8 ára sonurinn kom með miða heim úr skólanum um daginn, lús fannst í bekknum, allir að kemba! Ég gerði auðvitað skyndikönnun á hausnum á honum og ég get svarið það ég “sá” þær stökkvandi út um allt. Eftir vandlega kembingu kom reyndar engin lús í ljós en slatti af flösu :) Sonurinn var sallarólegur en spurði samt “hvað ef við finnum lús, hvað eigum við að gera við hana?”. Mamman fór að hughreysta, “þá kaupum við meðal í apótekinu og þvoum öll föt og rúmföt og bla bla bla”. Sonurinn hlustaði...

Eigið þið orkubolta? (14 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég á rúmlega 3 mánaða sólargeisla sem er hreinlega að gera út af við mömmu sína. Eldri bróðir hans er líka stanslaus orkubolti og ég er löngu búin að greina hann sem “kraftmikið barn” (spirited child) en hann var samt eins og generalprufa fyrir þennan. Týpískur sólarhringur er þannig hjá þeim stutta Kl. 21-21.30 sofna ég eftir að hafa hangið eins og heftiplástur á brjóstinu á mömmu í 2-3 klst. Kl. 01-02 vakna, fæ brjóst, sofna Kl. 03-04 vakna, fæ brjóst, sofna Kl. 05-06 vakna, fæ brjóst,...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok