Jæja, þá eru það síðustu dagar orlofsins hjá mér, ég byrja að vinna á þriðjudaginn, þ.e. strax eftir páska. 9 mánuðir í fæðingarorlof og 1 mánuður í sumarorlof, búið að líða eins og örskot. En lilli minn kannski ekkert svo svakalega lítill lengur :) Eftir á að hyggja var þetta mjög gott fyrirkomulag, hann er orðinn státinn strákur sem er að verða næstum eins hrifinn af pabba sínum (sem tekur nú við og fer í 2 mánaða orlof) eins og af mömmu sinni en fyrir svona hálfum mánuði mátti hann ekki...