Hann er með sama húmor og ég, fær mig til að hlægja og hlær að mér. Hann er einhver sem ég get talað við tímunum saman, um allt sem mér dettur í hug, en samt líka bara setið og þagað. Hann er einhver sem deilir með mér því sem hann hugsar. Hann er enginn aumingji, en getur samt viðurkennt það ef hann er sorgmæddur. Hann er einhver sem viðurkennir eigin galla, og mína líka, og reynir stöðugt að bæta sig sem persónu, og vill hjálpa mér að bæta mig. Ég ætla að hætta áður en ég fer í...