Chihuahua er minnsta hundategund heims og vegur aðeins í kringum 2 kg. Þó hann sé lítill í stærð heldur hann sjálfur að hann sé heimsins stærsti hundur. Sagt er að hann sé stór hundur sem hafi lent í litlum búk. Tryggur, húsbóndahollur, mjög fjörugur og greindur. Chihuahua á það til að umgangast bara hunda af sömu tegund, þess vegna þarf að umhverfisvenja þá vel frá hvolpsaldri. Þeir eru viðbragðsskjótir, djarfir og hugaðir litlir hundar. Komið hefur fyrir að fólk hafi komist upp með það að...