Renée Zellwegger er nú loksins búin að finna hinn eina rétta en sá heppni er söngvarinn Jack White úr rokkhljómsveitinni White Stripes. Parið kynntist við tökur á myndinni Anthonys Minghellas Cold Mountain en þau leika bæði í þeirri mynd. Þau eru algjörar turtildúfur, sagði einn af mótleikurum þeirra, hanga saman eftir hverja töku. Aðrir leikarar í myndinni eru Jude Law, Nicole Kidman, Phillip Seymor Hoffman og Natalie Portman svo örfáir nafntogaðir séu nefndir.