Jæja, þá er Peter Criss loksins búinn að láta heyra í sér, með nýju sólóplötunni hans, One For All. Hún er nokkuð góð, þó svo að hún sé ekki beint það sem maður bjóst við. Fyrir þá sem ekki vita það, var Peter Criss trommarinn í Kiss frá 1973-1980, og svo aftur 1996-2004, og er þetta eiginlega fyrsta skiptið sem maður heyrir eitthvað frá honum síðann hann hætti í Kiss, Kallin er að verða 62 ára og er í fantagóðu formi. Þetta er fimmta sólo plata kattarins, en þær fyrri eru Peter Criss, Out...