Ok, málið er það að þrúgusykurinn er tiltölulega fljótur að skila sér í kerfið og þú færð mikla orku sem endist þér í stuttan tíma. Þú myndir byrja vel en þegar liði á æfinguna þá myndiru krassa. Því er málið að fá sér flókin kolvetni ca. 30-45 fyrir æfingu, hafra, heilhveiti oþh. Þá er einnig gott að hafa með þér appelsínusafa eða banana á æfinguna ef þér finnst þú vera orkulaus þegar á líður æfinguna.