Kvöld eitt fóru tveir ungir Englendingar, Tómas og Jón, í gönguferð eftir vegi uppi í sveit. Skyndilega sá Tómas eitthvað, sem lá á veginum. Það var budda, og í henni voru miklisr peningar. “Hvílík heppni fyrir okkur,” hrópaði Jón, en Tómas sagði kuldalega: “Nei, vinur minn. Ekki fyrir okkur, heldur fyrir mig, skilurðu.” Hann stakk buddunni í vasann, Jón sagði ekki neitt. Nálægt stórum skógi hittu þeir skömmu síðar nokkra menn, sem Tómas kannaðist við. Hann varð mjög hræddur og sagði við vin...