Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Bækurnar á náttborðinu

í Bækur fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Úff, ég á svo mikið af námsbókum að komast í gegnum svo ég er að lesa þær, meira að segja í páskafríinu. Þar af leiðandi er ég alltaf að byrja á öðrum bókum inn á milli sem ég er lengi að klára en núna er ég að lesa: a. Kirkja Hafsins eftir Ildefonso Falcones. Byrjaði á henni um Jólin og er ENN að, enda búin að lesa margar aðrar inn á milli. b. Byrjaði um daginn á Colour of Magic eftir Terry Pratchett. Hef enn ekkert komist almennilega inn í hana en gott að hafa svona litla kilju að lesa í...

Re: Menntaskóla val

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Mér finnst æðislegt að vera í MR og margt frábært við skólann sjálfan, hvort tveggja félagslífið og námið. Hins vegar held ég að flestir þurfi að leggja sig fram við lærdóminn EF þeir vilja gera vel, burtséð frá því hvort nemendur telji sig klára og eiga auðvelt með lærdóm eður ei. Það er þitt að velja hvort þú nennir að leggja metnað í það sem þú ert að gera og gera það þar af leiðandi vel - eða ekki. Flestir eru mjög ánægðir með félagslífið í MR, enda höfum við tvö nemendafélög, mörg góð...

Re: Vantar þig hjálp með stæ eða efn?

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Þarf ekki á því að halda sjálf en frábært framtak verð ég að segja, góð ferilskrá og lágt verð. ;) Mæli með svona kennslu fyrir þá sem telja sig hafa þörf fyrir hana.

Re: Kjartan

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Haha aðeins of nettur. Annars styð ég virkilega myndir af kennurum hingað inn!

Re: Photomanipulation

í Myndlist fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Myndi sjálf aldrei flokka þetta sem myndlist en hefði hins vegar gaman að því að sjá þetta sent hingað inn. Það er ekki svo mikið innstreymi af myndum hvort eð er og hvort sem þetta er strangt til tekið myndlist eður ei, þá er þetta oft mjög flott. Mér finnst þessi t.d. frekar töff: http://moonsongwolf.deviantart.com/art/Where-Heaven-Reaches-117320136

Re: Eyjafjallajökull

í Vísindi fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Hehe gaman að þessu núna. Annars hef ég engar áframhaldandi spár og þar sem ég þekki marga á þessu svæði er ég að vona að það komi ekki kötlugos í kjölfarið.

Re: Stæ hjálp

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Efa ekki að það sé mjög sniðug lausn, ég er bara enn ekki komin svo langt í MR. ;)

Re: Stæ hjálp

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
1. Til að reikna út flatarmál rétthyrnings margfaldarðu lengd hans við breiddina. Formúlan er því F = l*b. Hér er önnur hliðin x og þar sem hin hliðin er 4 cm lengri er hún x + 4. Flatarmálið fæst því með x(x + 4) = 525. Hér margfaldarðu upp úr sviganum og leysir út fyrir x. 2. Þú ert með jöfnuna ax^2 + bx + c = y. Graf þessarar jöfnu er fleygbogi í hnitakerfi og þú finnur topppunkt hans til að finna hversu hátt boltinn fer. Topppunktur T finnst með T = (-b/2a; -D/4a), þar sem D er greinir...

Re: MH eða Versló

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Já, ég mæli með því. Enda tel ég að þú getir svo sem fundið þína líka í hvaða skóla sem er - krakkar í grunnskóla gera ráð fyrir of mikilli skiptingu eftir stereótýpum í menntaskólum. Það er reyndar skiljanlegt þar sem hún er að vísu einhver og mikið umtöluð en mér finnst umræðan magnast svo rosalega upp að maður má ekki stjórnast af því einu. ;)

Re: framhaldsskóli ..

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Ekki málið - stærðfræðin er að mínu mati rosalega skemmtileg í MR. Ég get hins vegar voða lítið sagt til um líkur á að komast inn eftir að kerfinu var breytt, allir skólar eru víst 45% hverfisskólar núna… En það er t.d. ekki jafnmikil aðsókn í MR og Verzló svo ég tel alveg líklegt að þú komist inn með þessar einkunnir! :) Varðandi þetta sem aðilinn fyrir neðan sagði með sögu, þá er grunnskóla-saga ekki einu sinni sambærileg. Ég hataði þetta fag út af lífinu þangað til ég kom í MR - hún er...

Re: framhaldsskóli ..

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Varðandi MR þá fer það eftir því hvernig þú skilgreinir snobb. Að vissu leyti geturðu talað um Verzlunarskólann sem snobbskóla - enda borga þau langhæstu skólagjöldin. Á móti kemur þó gott skólabókasafn, góð aðstaða fyrir verklega kennslu í raungreinum, peningur til að halda uppi leikhúsþættinum í félagslífinu þar sem og öðru. Varðandi MR þá eru vissulega einhverjir sem mæta í jakkafötum í skólann af og til, staðráðnir í að verða næsti Davíð Oddsson. Ef þú kallar það snobb þá gæti það vel...

Re: MH eða Versló

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Hvað sem þú gerir, ekki ákveða þetta eftir því hvernig þú klæðir þig eða því sem þú “heyrir”. Farðu frekar í kynningar skólanna beggja, fáðu að heyra um hvernig náminu er hagað í hvorum skóla og myndaðu þér skoðun á því hvort bekkjarkerfi eða einingakerfi hentar þér betur því þegar upp er staðið er það eitthvað sem fólki virðist alls ekki sama um og er það oft að skipta um skóla seinna meir bara til þess að fara í “hitt kerfið”. Það sem þú “heyrir” er ekkert alltaf rétt. Persónulega hef ég...

Re: Gettu Betur.

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Mér fannst ME tónlistaratriðið ljúft. Fékk smá kjánahroll við MR-tónlistaratriðinu, þó ég sé í MR… Keppnin sjálf var allt í lagi þó Eva María væri hundleiðinlegt eins og ávallt - og í þetta sinn heldur hlutdræg og talaði niður til MEinga. Fáránlegt.

Re: Fóbíur

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Virkilega sérstakt.

Re: Fóbíur

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Líklega eru fæstir með fóbíur hérna og örugglega þú ekki heldur. Fólk gerir of lítið úr þessu orði; ef þú lítur á fólk sem er í alvöru greint með t.d. arachnophobia - er í móðursýkiskasti yfir því allan daginn að rekast á könguló og hleypur svo út úr húsi þegar það sér eina á veggnum - myndirðu þá enn segja að tilfinningar þínar varðandi hljóðritun á rödd þinni væru hinar sömu? Ég stórefa það, satt best að segja.

Re: Er til guð?

í Vísindi fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Mér finnst þú ekki koma með sérlega góð rök fyrir því að hann geti ekki verið ósýnilegur. Ef við gerum ráð fyrir að massi*ljóshraði^2 jafngildi hreinni orku, þá erum við orka. Ef svo er, getur guð þá ekki verið á orkuformi sem mannsaugað getur ekki greint? Er ekki staðreynd að við sjáum aðeins örlítinn hluta litrófsins, þ.e. bylgjulengdir ljóss? Er ljós ekki bara orka? Hvað með hulduefni? Er ekki sagt að það þekji 23% þessa heims á meðan efnið, sem er okkur snertanlegt, aðeins um 4,6%? Svo...

Re: Eigið þið...

í Myndlist fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Merci, margt mjög töff þarna! :)

Re: Gettu Betur

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Þeir stóðu sig vel, strákarnir. Annars var þetta ekkert sérlega skemmtilegt að horfa á, ekkert spennandi og ég sárvorkenndi Kvennó-liðinu, það var eitthvað svo vandræðalegt að þeir skyldu alltaf svara vitlaust þegar þeir voru fyrri til á bjölluna. Hafa greinilega ekki stúderað þessa “sveigju”, sem spurningarnar taka oft, nógu vel…

Re: Virkilega slæm mynd

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Hmm neee, svolítið langt síðan ég sá hana.

Re: Virkilega slæm mynd

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Haha já þú getur rétt ímyndað þér! Ekki aðeins var hugmyndin þetta léleg, heldur hefði ég getað leikið betur og þó tískuvit mitt sé ekki upp á marga fiska hefði ég örugglega getað valið betri föt, farðað fólkið betur… jafnvel gert “tæknibrellurnar”, ef svo skyldi kalla, betur. Þetta var svo slæmt að ég hef aldrei séð annað eins.

Re: Virkilega slæm mynd

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Guð, ég lagði mig nú ekki fram við að muna hvað hún heitir. Ef einhver hefur séð hana og man það þá fól hún í sér fólk sem lenti á einhverri eyju eða eitthvað svoleiðis, þetta var svona eins og fólk sem átti að vera í High School… þau voru í tjöldum og allt í einu varð ein gellan eitthvað veik því hún var að breytast í zombie að mig minnir, svo komu skrímsli inn í þetta og tja, ég kláraði að sjálfsögðu ekki að horfa á myndina. Auk þess var Twilight myndin New Moon gríðarlega léleg, reyndar...

Re: Efni fyrir rökfræsluritgerð

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Icesave liggur svo beint við, kannski allir með það? Veit ekki hversu auðvelt er að gera RÖKFÆRSLUritgerð úr þessu efni sem þú valdir þér en jæja, endilega sendu hana inn þegar þú ert búinn. :)

Re: Hvort mundiru frekar ?....

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
1. Ef valið stendur á milli þess að bjarga einhverjum EÐA deyja þá myndi ég auðvitað vilja bjarga einhverjum, hverjum sem er meira að segja. Ef þú ert að reyna að spyrja hvort ég myndi fórna sjálfri mér til þess að bjarga þeim sem ég unni mest þá held ég að svarið sé já en ég held að ekkert okkar geti svarað þessari spurningu án þess að lenda sjálft í aðstæðunum. 2. Ef það stæði “ríkur og óhamingjusamur” eða “fátækur og hamingjusamur” myndi ég velja hið síðara. Hins vegar held ég að ég velji...

Re: Dita Von Teese

í Tíska & útlit fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Aldrei skilið hvað fólk sér við þessa konu. Þetta outfit er allt í lagi svo sem…

Re: Ritgerð

í Skóli fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég hef séð risabók bara um þennan mann, svo ég tali nú ekki um allar Hrun-bækurnar, hlýtur að vera e-ð um hann þegar talað er um stjórnmál og efnahagsmál á Íslandi. Talaðu við fólk á bókasafninu í þínu nágrenni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok