Mest spennandi og ögrandi hliðar geimkönnunar hafa verið mannaðar geimferðir. Skömmu eftir fyrstu geimskotin byrjuðu bæði Sovétmenn og Bandaríkjamenn að vinna við mönnuð geimför. Eftir nokkur ómönnuð reynsluflug árin 1960 og 1961, skutu Sovétmenn upp fyrsta mannaða geimfarinu, Vostok, 12 apríl 1961. Geimfarinn var 26 ára gamall Rússi, Yuri Gagarin. Geimfar hans fór heilan hring um jörðu og lenti síðan örugglega hjá rússnesku samyrkjubúi. Áður höfðu Sovétmenn sent hund út í geiminn. Eftir...