Einu sinni fyrir langa löngu.. samt ekki það langa löngu, svona 19 ár kannski, sem er reyndar alveg langt síðan en samt telst ekki sem “langa löngu”.., var prins sem var fegursti prins í öllu konungsríkinu. Hét hann Auðunn. Adolf var á sínu venjulega sprangrölti, sem er eins og sprang bara röltandi, og sá þar niðri við tjörnina rétt hjá kavíarísbúðinni, gamlan bát. Hann labbaði að bátnum og sá að þetta var ekki bátur. Þetta var sófi. Sófinn var nefnilega hvítur og rauður eins og bátar eru...