Landsliðsmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson gekk í dag til liðs við Þór á nýjan leik eftir tíu ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu í Englandi. Á fundi í Hamri í dag voru að auki kynntir til leiks fimm leikmenn aðrir sem eru að koma í Þór; framherjinn Pétur Kristjánsson og Sævar Eysteinsson markvörður snúa aftur heim, unglingalandsliðsmaðurinn Baldur Sigurðsson kemur frá Völsungi, drengjalandsliðsmaðurinn Eggert Jónsson frá Fjarðarbyggð og framherjinn Jóhann Traustason, sem uppalinn er í KA,...