Vá, þetta hefur verið þvílík valdabarátta hjá ykkur, ég held ða þú hafir farið alveg rétt að þessu, og hann ber virðingu fyrir þér núna, mjög gott mál. Minn hundur hefur bara glefsað í mig til blóðs einu sinni, og það var þegar að hún var að elta á sér skottið og í æsingnum beit hún óvart í handlegginn á mér, hún var líka bara 3 mánða með flugbeittar mjólkurtennur. En hún á það til að bíta í fötin hjá dóttur minni í leik, og hefur gert gat á 3 peysur hjá henni. En hún bítur aldrei í hana sjálfa.