Hafa góða viftu, bæði á örranum sjálfum og í kassanum (tvær kannski). Nota kælikrem, kostar ekki mikið, færð Arctic Silver í búð sem ég man ekki hvað heitir, á Skúlagötu, við hliðina á kirkjunni. Það kostar ekki mikið og þú setur það á litla málmlitaða flötinn ofaná örranum. Myndi kannski reyna að fá aðstoð ef þú hefur ekki gert þetta áður. Ekki nota of mikið krem og alls ekki snerta málmflötinn með puttunum ef þú gerir þetta sjálfur, þá fer húðfita á hann og hún dregur úr virkni kremsins....