Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvernig er fílingurinn að spila

í Litbolti fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Þetta er mjög gaman. Það er um að gera að prófa til að athuga hvort að þú smitist ekki af bakteríunni… <BR

Re: Re: PAINTBALLHÚSIÐ OPNAR

í Litbolti fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Enda er ég sammála því að samkeppni í litbolta er ekkert nema af hinu góða. Litbolti ehf (Kópavogur-Saltvík) á eflaust eftir að bregðast við þessum verðum hjá Paintballhúsinu. Þetta verður bara betra fyrir spilarann. Nóg í bili… Xavie

Re: Re: Re: Re: Re: Re: Re: Nýi völlurinn: Paintball Húsið

í Litbolti fyrir 23 árum, 11 mánuðum
7 kall kúlan og vallargjald 1000 kall fyrir 2 tíma. Leiga á búnaði annar 1000 kall…. Nuff said… Xavie

Re: Re: Re: Re: ...að senda inn myndasögu!

í Myndasögur fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Þetta er snilldar hugmynd… það væri flott að sjá einhverskonar útfærslu á þessu hérna á Huga. Klöppum fyrir Inga. Klapp, klapp, klapp, klapp…. Sjáumst í stríðinu… Xavie

Re: Blade - B mynd!

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Blade er flott mynd. Fylgir alveg eftir myndasögunum sem að hún er byggð á. Ég get ekki beðið eftir Blade II. Þetta var flott mynd og bardagaatriðin voru verulega svöl. Bló´ðbaðið í byrjun var verulega flott og það er lítið hægt að segja niðrandi um þessa mynd. Sjáumst í stríðinu… Xavie

Re: Re: Re: Reykingar!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 12 mánuðum
Reyklausborð??? Á þeim veitingastöðum sem að ég hef farið á í Reykjavík eru reykborðin mun fleirri en þau reyklausu. Auk þess verður fólk alltaf að ganga í gegnum reyksvæðið til að komast í reyk“lausu” sætin sín. Það er nú bara þannig að það þarf bara einn maður að reykja inná veitingahúsi til að eyðileggja andrúmsloftið þar inni fyrir okkur hinum sem ekki reykja. Farið bara að drepa í… það er ekki töff að reykja, það er dýrt og það er vond lykt af reykingarfólki. Eins og þetta séu ekki...

Re: Re: Hvað er með þennen innanhúsvöll?

í Litbolti fyrir 23 árum, 12 mánuðum
Það er ekki búið að opna völlinn formlega ennþá. Það er enn verið að bíða eftir leyfi til að hefja reksturinn þarna. Það gæti þó gerst í dag eða á morgun að hann verður opnaður. Ég er búinn að fara að spila þarna og framtakið er lofsvert. Nóg í bili… Xavie

Re: Re: Re: DV klúður

í Blizzard leikir fyrir 23 árum, 12 mánuðum
Takið stig af þessum manni… þetta er ekkert smá pirrandi.

Re: Re: HNN

í Deiglan fyrir 24 árum
Jamm HNN var frekar fúlt. Með leiðinlegustu þáttum í sjónvarpi á síðasta ári. Xavie

Re: BYSSA Á SÖLU!

í Litbolti fyrir 24 árum
Stingray II kostar um 14000 kall NÝ frá SS Stál… og NÝ gríma um 6000 kall. Afhverju á maður að vera að kaupa af þér?

Re: Re: Re: Re: Re: Nýji völlurinn í Saltvík...

í Litbolti fyrir 24 árum
Jamm ég get ss alveg trúað því… Bara aðeins að skjóta á þig… ;-)

Re: Re: Re: Re: Re: Nýi völlurinn: Paintball Húsið

í Litbolti fyrir 24 árum
Samkvæmt mínum heimildum þá eru það sömu gæjar og eru með SS Stál. Ég er ekki viss hvort þeir eiga húsið en þeir eru allavega að reka völlinn þarna.

Re: Re: Okur á kúlum í kópavogi?

í Litbolti fyrir 24 árum
Það er kominn samkeppni við vellina sem að Eyþór er með þannig að verðið hlýtur að fara að lagast hjá honum. Annað er ekki hægt. Kveðja, Xavier LBFR

Re: Re: Re: Re: Nýi völlurinn: Paintball Húsið

í Litbolti fyrir 24 árum
Jæja… hætti þessu rugli. Gyzmo veit greinilega eitthvað í sinn haus þó að hann sé með fyriverandi formann LiBS í huga þegar hann er að tala um aðilana sem að standa að Paintball Húsinu. Hann sagði líka ekki að þú hefðir fullyrt nokkurn skapaðan hlut, heldur gefið í skyn. Sem að er rétt. Ég fagna samt að búið er að leiðrétta þennan misskilning. ;-) “Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir” Xavier LBFR

Re: Re: Innanhúss völlurinn útá Granda...

í Litbolti fyrir 24 árum
Hmm… nei ég er ekki í LiBS ég er í LBFR. Eins og ég sagði þá var of kalt og kolsýran var of köld til að hægt væri að segja nokkuð til um byssurnar. Varðandi það að völlurinn sé hrár þá er ekki ennþá búið að opna og á eftir að hreinsa allt upp. Annars ætla ég að láta þetta duga í bili. Xavier LBFR

Re: Re: Re: Nýji völlurinn í Saltvík...

í Litbolti fyrir 24 árum
Fyrir utan byssurnar sem að vellirnir eru með…

Re: Samkomulagi náð milli KR og Andra Sigþórssonar

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Hmm…. ég las þetta á MBL.IS áðan… Það er furðulega mikil stelulykt af þessum pósti.

Re: Re: Hvað er Jordan???

í Blizzard leikir fyrir 24 árum
Takk…

Re: Re: Re: Enn og aftur sýnir BT fávisku sína

í Hugi fyrir 24 árum
Atari… þetta var á Fyndnasti maður Íslands 2000. ´ Þá kallaði Lalli (sem vann) fólk sem þóttist vita meira en maður sjálfur “wesserbesser”

Re: Re: Nýji völlurinn í Saltvík...

í Litbolti fyrir 24 árum
Hmm… gerðu þeir svæðið upp??? Það held ég ekki. Þetta svæði er ekkert nema rústir. Húsin eru öll í rúst og það þarf virkilega að taka til þarna á svæðinu til að gott geti heitið. Ég á erfitt með að trúa því að þessir aðilar sem höfðu þetta svæði til æfinga hafi gert nokkurn skapaðan hlut nema að skemma svæðið. Ég man eftir Saltvík þegar það voru hestanámskeið þar og svæðið var í góðu ásigkomulagi. Það er langt frá því í dag. Vellirnir eru þó góðir og gaman að spila á þeim. Turninn er notaður...

Re: Nýi völlurinn: Paintball Húsið

í Litbolti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Þetta eru frábærar fréttir. Það er ekki hægt að segja annað. Ég vill óska ykkur í LiBS til hamingju með völlinn. Kveðja, Xavie

Re: Re: Nýji völlurinn í Saltvík...

í Litbolti fyrir 24 árum, 1 mánuði
ViktorR það virkar bara í skamman tíma að setja pappír. Sérstaklega þar sem spilað er í mýri og þvílíkt erfiður völlur að maður er að svitna eins og ég veit ekki hvað. Ef að þú ætlar að eyða 5-7000 kalli í paintball þá er eins gott að sleppa því að fara einusinni og njóta þess framvegis með móðufría grímu.

Re: Pælingar um skitu.

í Húmor fyrir 24 árum, 1 mánuði
Úfff…

Re: Guðmundur semur við KR

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 1 mánuði
Guðmundur Ben er núna orðinn hæstlaunaði maðurinn í íslenskri knattspyrnu. Það voru einhverjir fyrirtækja gæjar sem að ákváðu að brúa bilið á milli KR og Gumma.

Re: Re: Nýji völlurinn í Saltvík...

í Litbolti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Saltvík er á milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðagangana. Sem sagt á Kjalarnesinu. Þetta er einum afleggjara lengra frá Reykjavík en meðferðarheimili SÁÁ (Vík held ég að það heiti). Til að spila í Saltvík verður þú að hringja í Litbolta. Það er ekki afgreiðsla þarna uppfrá eins og er í Kópavogi. Við þurftum fyrst að fara í Kópavog til að græja okkur og síðan var farið á rútu uppeftir. Vonandi hjálpar þetta eitthvað… Xavie
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok