Æji, fólk er bara ósátt eftir á. Það er bara þannig. Ef að það hefðu fundist gjöreyðingavopn í Írak þá hefðum við verið stolt og sagt “Við vorum á lista hinna staðföstu!” Er þetta ekki bara eins og með allt annað. Hálf þjóðin var mótfallinn EES samningnum þegar hann var í umræðunni, í dag kannast enginn við að hafa verið mótfallinn honum. Þetta er alltaf svona, fólk eltir það sem er vinsælt hverju sinni. Á þeim tíma sem þessi ákvörðun var tekin var hún rétt miðað við þær upplýsingar sem þá...