Ég hef lesið allar nema eina bók eftir hann, það er bókin Deception Point, en ég er hálfnaður með hana. Dan Brown er ágætisrithöfund, bækurnar eru spennandi, en eiga það allar sameiginlegt að enda í algjöru rugli. Da Vinci Code er best, þótt endirinn sé dáldið rugl, Angels & Demons er ágæt en endirinn er hroðalega slæmur. Digital Fortress er léleg bók og lítið spennandi. Aðalpersónurnar hans eru allar rosalega gáfaðar og ekki í mjög líkamlega krefjandi störfum, allaveganna ekki Robert...