Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Fuglar sem borða myndir. (4 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hér kemur loðin saga, sem eins og loðnir hlutir, getur staðið í fólki. Besta ráðið við því er að fá sér glas af vatni, og skola því niður með öllum hinum loðnu hlutunum. ;) ——————————————————————- Í öðrum heimi, í annarri vídd tímans, eru til spörfuglar. Þeir hoppa um greinar trjánna og borða myndir, sem hanga í klösum. Haustið er komið og heimurinn er að hrynja. Engin þessara mynda eru eins, hver er einstök. Til samans geta þær þó myndað samhengi. Óttinn er raunveruleikinn, því þeir vita að...

Lífið er lygi! (15 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sannleikurinn virðist mér vera kaunum stráður lasarus. Slappari og sannnefndari (orðin bregðast mér hér líka) lasarus er vart hægt að hugsa sér. Þar sem veikari er vart hægt að vera án þess að teljast látinn. Raunar læðist að mér sá grunur að sannleikurinn hafi aldrei lifað. Sé upphaflega þjóðsaga, sem stafar af uppvakningi, sem nefndur var sannleikur, og finnst aðeins í röklegum undraheimum stærðfræðinnar. En er þá allajafna sértekning og ósjálfstæður birtingur af einhverju sem myndi...

Voff, voff! (7 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Löngum hafa menn leitað sannleika. Þetta atferli mannkindar hefur stofnað um sig margar glæstar hallir og félög merkra manna. Í gegn um aldirnar hafa hlaðist upp kynstur bóka, eins og sandur í tímaglasi, í himinháar hæðir. Inni í landslagi orða eru fjöll og dalir, vindar og regn. Hér hafa ungir menn orðið gamlir, og mun það verða um eilífð. Hér hafa margir týnt lífi sínu og viti. Allt þetta er ekkert nýtt og allt saman gott og blessað. En hver nennir að pæla í þessum rykugu flösuspekingum,...

Göngum við til góðs?! (8 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hér kemur ein þunglyndisleg pæling, um tilgang okkar sem hugsandi verur og hver tilgangurinn með þessu öllu er, ef einhver. Þegar ég var patti, fór ég í heimspekiskóla fyrir börn, hjá honum Hreini Pálssyni. Mar var farinn svona að velta hlutunum fyrir sér áður enn mar fór þangað. En þegar mar kom þangað til hans Hreins þá var náttlega miklu meira aksjón og gerjun í huga manns. Þetta var gefandi reynsla fyrir ungan snáða, sem hafði hingað til verið einn með hugsanir sínar. Nú var hægt að...

Heimspeki til fólksins! [skoðun höf] (9 álit)

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Sem fyrrverandi nemandi í heimspekiskor í HÍ, þá hef ég oft velt því fyrir mér hvort heimspekin, sem það fyrirbæri sem hún er, eigi í raun heima innan veggja háskóla. Verður heimspeki ekki að vera fullkomlega ALLRA að taka þátt í? Eru td próffesorar úr heimspekiskor að kíkja hingað inn og leggja orð í belg og/eða lesa?! (Leiðréttið mig ef það er raunin, ég verð glaðastur allra manna, alla vega flestra ;) .) Ættu heimspekikennarar að taka þátt í umræðum á vettvangi sem þessum? Vilja þeir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok