Alveg sammála… Af hverju endilega “unglingaveiki”? Ég meina ég veit um marga fullorðna sem eru miklu oftar pirraðir en nokkur unglingur sem ég þekki. Ég á reyndar engin yngri systkini en eldri systkini mín hafa alltaf verið svona frekar góð (unglingsárin meðtalin). Mér finnst það eigilega bara móðgun við okkur unglingana að vera að halda því fram að við séum svona… :P En alla vega 40 vikur er geðveikt fín bók og ég tók einmitt eftir því hvað stelpan var eðlileg í henni :)