Hugi einfaldlega staðnaði í allri þróun fyrir mörgum árum og það var ekki sett króna í þetta verkefni umfram það að hýsa hann í núverandi mynd. Það voru uppi hugmyndir (hjá forverum mínum) um að gera Huga meira eins og Fésbók er í dag, á þeim tíma langt á undan Fésbók. Hugi hefði þá boðið upp á betri möguleika fyrir einstaklinga, geta búið til sitt eigið áhugamál þar sem þeir eru miðpunkturinn. Sem er það sem fésbók snýst um, einstaklingurinn getur þá sett inn myndir, þræði, kannanir...