Held að hann breyti því sem honum sýnist og hlustar svo ekki á notendur. Það er ekki rétt. Álit notenda skiptir miklu máli og er ég svo heppinn að geta leitað til þeirra með spurningar um hluti eins og yfirflokkana. Svo er það annað mál að það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Hvað varðar fréttalinkana á forsíðunni þá er ekkert ákveðið með þá. Það er ekki á hreinu hversu margir nýta sér þá í dag, en þeir voru mjög sýnilegir á forsíðu og tóku pláss sem hægt var að nýta í efni frá Huga.