Gallinn við þetta er að þá er leitin ekki lengur lengst til vinstri (sem nokkrir eru vanir og smá hefð er fyrir) og hugmyndin er að hópa saman þá hluti sem tilheyra notandanum, áhugamálin, dótið hans og skilaboðin.
Vefstjóri gerðu okkur öllum greiða og ekki gera neina breytingu það sem er eftir af þessum mánuði, og kannski örlítið inn í næsta. Bara smá tiltekt vinur, en engar áhyggjur, það verður rólegt það sem eftir er af ágúst.
Spurning, þetta er svolítið vandmeðfarið. Það er ekkert mál að leysa einstaka mál fyrir notendur, en ég vil samt að notendur skilji að nafnabreyting sé ekkert sprell. Fyrir hvert svona mál sem ég þarf að leysa ef ég 5 mínútum minna til að gera eitthvað annað fyrir Huga.
Já það var það sem ég átti við við breytinga-sögu, en ég held að það sé óþarflega flókið fyrir nýja notendur og flókið að útfæra til að ég vilji verja tíma sem væri betur varið í annað í það. Góð hugmynd engu að síður.
Áhugamálið Hugi er ekki fyrir umræður um hitt og þetta, heldur um Huga (hugmyndir, aðstoð o.fl.). Ég mæli með áhugamálunum Tilveran/Deiglan og fleirum um daginn og veginn. Annars er mikið af líflegum umræðum á áhugamálum á Huga. -Arnþó
Ef spurt er: “Er hægt að bæta við virkni sem leyfir mér að breyta því sem ég skrifaði og aðrir eru búnir að lesa og jafnvel svara?” Þá er svarið nei. Ekki af því að ákveðnum aðillum er ekki treyst, heldur af því að þetta eru umræður á “opinberum” vettvangi og það mundi ekki þjóna neinum að geta ekki treyst að það sem standi sé það sem var skrifað. Það er vissulega hægt að búa til flókið kerfi sem heldur utan um breytingasögu álita, en þá held ég að við séum farin af sporinu í forgangsröðun...
Sæll, þú sækir um að verða stjórnandi hér. Einnig geturðu fundið tengilinn hér neðst á síðunni undir “Um Huga”. Bætt við 14. ágúst 2006 - 18:19 Mæli með að fólk kynni sér vel kröfurnar svo það sé ekki að búa til umsókn að óþörfu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..