Mig langar svona til gamans að ræða aðeins þrjár aðferðir við spilamennsku, og stjórnun spunaspila. Ég ætla að minnast á tvær aðferðir sem ég tel einna algengastar, og svo langar mig að lýsa þriðju aðferðinni sem er svolítið skemmtileg útfærsla. Fyrsta aðferðin er Bókstafstrúin. Þetta er sú aðferð sem óreyndir og/eða ungir stjórnendur nota oftast. Þá er stuðst við reglur af nákvæmni, og ævintýri, mótherjar, sem og persónur leikenda, hafa mikla tilhneigingu til að falla í erkitýpur...