Þannig er mál með vexti að ég er að fara til Lundúna í næstu viku, og ætla mér að kaupa mér iPod mini þar. Hann kostar 169 pund samkvæmt vefversluninni, en ég veit samt ekki alveg hvað hann kostar út úr apple búðinni. Ég vil ekki vera með svo mikinn pening á mér, og landar að nota kortið mitt, sem er debetkort frá Start þjónustu SPRON, sem núna kallast Snilld. Get ég notað það beint, það er bara eins og í búðunum hérna, eða þarf ég að taka út gjaldeyri áður en ég fer?