Þó að þú sért bara að safna væri betra að fá allan peninginn í staðinn fyrir að borga hluta í skatta, ekki satt? Það að þú segir að það skipti engu máli að þú fáir ekki öll launin þín bara því þú ætlir ekki að nota þau strax sýnir það að þú skilur ekki alveg gildi þeirra. Hver króna skiptir máli, þó hún fari í baukinn eða á kassann í Bónus. Kannski er það sem þú borgar í skatt þessi nokkur ár sem þú ert að spara nóg fyrir góðum hluta af skólagjöldunum, og þá ættirðu nóg eftir fyrir ökunáminu...