Maður reddar sér ekki skólabókunum á bókasafni, heldur kaupir þær. Maður þarf að hafa þær í tíma alla önnina (stundum lengur), og bókasafnsútlán gildir bara í mánuð, þó alltaf sé hægt að fá lánað aftur en það er bara vesen… En ef þú ert ekki með bíl þarftu samt að komast í skólann (nema þú búir í göngufæri). Það er heldur ekkert ókeypis í strætó, ódýrasti kosturinn til lengri tíma litið er skólakortið sem gildir frá ágúst til júní, það kostar tæplega 30.000.