Ég elska að flytja. Maður þarf að pakka öllu niður sem er gullið tækifæri til að grisja aðeins á smáhlutaeign og henda eða gefa drasl sem maður notar ekki, og maður fær góða yfirsýn yfir allt sem maður á. Síðan eru tómar íbúðir skemmtilegar, að mála veggina í flottum litum, jafnvel skipta um skápa og innréttingar eða gólfefni, og þrífa síðan allt þannig að íbúðin er tandurhrein og galtóm. Svo tekur maður uppúr kössunum smátt og smátt á nýja staðnum og fær aftur tækifæri til að vega og meta...