Ef maður er að kaupa frekar ódýrt hljóðfæri, svona undir 70-80 þús kalli, þá borgar sig ekki að fá sent beint. Þá er ódýrara að flytja með shopusa.is. Sendingarkostnaður á hljóðfærum beint frá USA og hingað er í kringum 150 dollarar. Fyrir utan það að það eru sárafáir seljendur sem vilja senda út fyrir USA. Munið að ef þið fáið sent beint þá þarf að leggja virðisaukaskatt við verð hljóðfærisins og sendingarkostnaðinn. Engir tollar eru af hljóðfærum. (Verð...