Með ABS verðuru að passa þig að loft komist aldrei inn á ABS heilann sem er í húddinu. Þess vegna verður að passa að þegar þú ert að lofttæma bremsurnar að forðabúrið fyrir bremsuvökvann sé alltaf nær fullt. Ef það hefur komist loft inn á heilann þá er ekki annað að gera en fara með bílinn á verkstæði og láta tékka á þessu.
Annarra vegna þá vona ég nú að ég spili ekki mikið í jarðarförinni minni, gæti orðið svolítið creepy. En ég vil að Canon in D eftir Pachelbel verði spilað í minnni jarðarför.
Nú ef mótshöldurum er sama um vörn og vilja bara velja besta sóknarmanninn held ég að þeir hefðu þá frekar átt að velja Óla Stef þar sem hann skoraði jafnmörg mörk og Balic en sendi töluvert fleiri stoðsendingar í keppninni. Enginn mórall hérna megin heldur en ef þú skilur þetta ekki þá held ég að þú ættir að lesa betur eða bara sætta þig við að skilja þetta ekki.
ég fékk bassann minn með flugi án þess að borga sérstaklega fyrir það. það var reyndar fyrir tveimur og hálfu ári, kannski hefur það eitthvað breyst síðan.
Wött eru ekki mælieining á rafmagnseyðslu heldur eining fyrir reiknistærð sem kallast afl, Power á ensku, og er afl rafrásar fall af spennunni yfir rásina og straumnum sem um hana rennur. P = UI þar sem P er afl, U er rafspenna og I er rafstraumur.
Viðnám og mótstaða er sitthvort orðið yfir sama hlutinn. Enska orðið er resistance. Við samlagningu tveggja eða fleiri viðnáma gildir eftirfarandi: Séu viðnámin hliðtengd (parallel) leggjast þau saman samkvæmt: 1/Rtotal = 1/R1 + 1/R2 en séu viðnámin raðtengd (serial) leggjast þau einfaldlega beint saman: Rtotal = R1 + R2 Lögmál Ohms lýsir sambandi rafspennu, viðnáms og rafstraums í rafrás: U = RI þar sem U er rafspenna í Voltum, R er viðnám í Ohmum og I er rafstraumur í Amperum. Síðan er...
Ég er nú enginn sérfræðingur í Rickenbacker bössum en samkvæmt stuttri leit sem ég gerði á netinu þá eru allir Tuxedo bassarnir af 4003 týpunni; Rickenbacker 4003 SPC Tuxedo.
Ok takk ég tékka á því. En ertu með nafn eða símanúmer hjá einhverjum af þessum gaurum svo ég geti haft samband? Getur sent mér það í einkaskilaboðum, kannski óþarfi að setja það inn hér.
Takk fyrir svarið. Bíllinn hefur fengið mjög gott viðhald hvað varðar t.d. olíuskipti, olíusíuskipti og loftsíuskipti. Ég ætla að tékka á bensínsíunni. Mér datt í hug að þetta gæti verið hún en fannst samt skrýtið að bíllinn skyldi ganga fínt þegar hann væri kominn í gang ef þetta er stífluð bensínsía. Maður myndi halda að stífluð bensínsía þýddi að hann gengi alltaf illa. En ég ætla að tékka á þessu. Takk fyrir hjálpina.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..