Ég veit að Flugleiðir “græddu” á Persafólastríðinu hvað varðar að vera litla óþekkta félagið á Íslandi. Það gæti verið vísbending um framtíðina, en hver veit. Þetta með jákvæðnina, ég kem nú ekki nálægt Flugskóla Íslands mér finnst bara miklu skemmtilegra að lifa á jákvæðum nótunum, hitt er bara mannskemmandi og örugglega gríðarlega íþyngjandi. Og hitt með uppsveiflur og fá vinnu og svoleiðis; þegar ég var að læra þá sagði minn frábæri og uppáhalds flugkennari, Torfi Sigurjónsson, við mig...