Ég veit að þetta tengist ekki beint kvikmyndunum en það er eitt sem að ég verð að kvarta yfir. Eða ekki beint kvarta en ég er með eina athugasemd. Ég fór að skoða innsendar myndir hér á huga og tók eftir einu. Örugglega svona 70% mynda hér heita allar Harry Potter jafnvel þótt þær komi Harry Potter ekkert við. Ég sá myndir af t.d. Siriusi, Ron, Fred og George, Tom Felton, Snape og fleirum og allar hétu þær Harry Potter. Svolítið undarlegt (eða þannig) og asnalegt. Bara að benda á þetta....