Já, mér finnst þetta líka asnalegt. Það má ekki gagnrýna Sylvíu því þá er strax sagt: „Þitta er náttúrlega bra leikið.. hweheh“, en ég meina, hvað með það? Má ekki gagnrýna fólk sem er að leika persónu sem hagar sér eins og fífl? Fólk á náttúrulega að haga sér á viðunandi hátt í sjónvarpsþætti eins og Kastljósinu, skiptir engu hvort það sé svona „leikið“ eða ekki. Mér finnst að þessi Sylvíu karakter eigi bara að vera á sviðinu og í þessum sjónvarpsþætti hennar.