tekið af hvuttar.net: Eðlilegur líkamshiti hunda er 37,5 - 39,0 ° Nauðsynlegt er að eiga mæli fyrir hundinn, þegar hann er slappur er gott að mæla hann og hringja síðan í dýralækni. Hafðu aðstoðarmann þér til hjálpar við að styðja við aftanvert bak hundsins. Gott er að nota tölvuhitamæli sem hægt er að sveigja endann á, þá er ekki hætta á að hann brotni, sá mælir fæst í flestum Apótekum. Hristu mælirinn fyrst, berðu Júgur smyrsl á enda mælisins. Lyftu skottinu upp. þrýstu mælinum varlega...