Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Möguleiki ..... -=spoiler=-

í Harry Potter fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Mér finnst þetta ágætis pæling en við vitum að Dumbledore er mjög á móti tímaflakki og ég held að það sé til auðveldari leið. Ég held að það sé hægt að ná honum aftur út úr þessu archway, þar sem hann datt inn í það á lífi. Hann var stunned (man ekki hvað það er á ísl.) svo að hann ætti ekki að eldast eða þurfa á súrefni að halda, né heldur að geta haldið áfram yfir í eftirlífið. Hann er bara stunned í inngangnum að heimi hinna dauðu. Sá sem hefur verið stunned rankar ekki við sér fyrr en...

Re: 'eg var að pæla

í Harry Potter fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Eru einhverjir fangar eftir í Azkaban til þess að gæta? Fóru þeir ekki bara allir um leið og vitsugurnar? Tzip

Re: enn og aftur TRIVIA

í Harry Potter fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Sorry sorry sorry sorry sorry sorry!!!!!! Ég biðst innilega afsökunnar, en af persónulegum ástæðum hef ég ekki getað séð mér fært að sinna huga eitt eða neitt alveg frá því fyrir jól. Ég er á þvílíkum bömmer. Fyrirgefið innilega. En nú er ég komin aftur og strax á morgun fer ég yfir þessi 20 skilaboð sem bíða mín í innhólfinu mínu og set inn nýja triviu. Er einhver með hugmynd af nýju nafni í staðin fyrir trivia? Allar hugmyndir vel þegnar. Fyrirgefið mér innilega. Sérstaklega BudIcer og...

Re: Hverjir munu enda saman?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þessir áhugaspunar eru á www.schnoogle.com og eru eftir Barb en þeir eru bannaðir innan 17 ;o)

Re: Iona og Eric fara til Hogwarts

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Í alvöru? Þetta er mjög skemmtileg saga hjá þér, þó að í raun finnist mér þessi kafli sístur, en þetta er bara svona rólegur kafli sem þarf að fylgja öllum sögum, það getur víst ekki alltaf verið stöðug spenna. En ég hef gaman að þessu og hlakka til að fá að heyra meira. Kveðja Tzip

Re: 2/8

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Við hundsum aldrei greinarnar! En við hættum kannski að senda leiðbeiningar um hvað mætti betur fara þegar þeim leiðbeiningum sem við höfum áður sent út er ekki sinnt. Aftur á móti hvað myndir varðar þá verður að passa að þær séu ekki stærri en leyfilegt er. Þegar verið er að senda inn mynd stendur skýrum stöfum: “Athugið mynd má aðeins vera: 350 pixelar á hæð og 278 pixelar á breidd og einnig skal stærð myndar vera undir 32kb.” Ef myndin er stærri en þetta á einhvern máta, þá kemur hún...

Re: 2/8

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Við hvaða greinum ert þú ekki að fá svör? Ef þú ert ekki að fá nein svör þá eru greinarnar ekki að berast til okkar. Það kemur stundum fyrir að eitthvað fer úrskeiðis í innsendingum og greinarnar birtast aldrei hjá okkur. Ef greinar eru illa þýddar, mikið af stafsetningarvillum og málfræðivillum eða greinin illa uppsett eða af einhverjum öðrum ástæðum illa læsileg þá teljum við okkur ekki fært að samþykkja hana. Við segjum þá oftast viðkomandi höfundi frá því afhverju greinin var ekki...

Re: Cho

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það var einhver sem sendi inn mynd af stelpunni sem á að leika hana í 4. myndinni, þú getur vafalaust fundið hana undir “sjá fleiri myndir” á myndakubbnum. Kveðja Tzip

Re: Aftur til Hogwarts, fjórði hluti

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Skemmtileg saga, endilega að drífa í gegn framhaldið. Tzip

Re: Mín spá fyrir lokaþáttinn.

í Raunveruleikaþættir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Nú eru úrslitin ljós og ég get ekki sagt annað en: YEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!! ángæð með þetta. Tzip

Re: Eldhúsinnréttingar

í Heimilið fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég er í svipuðum hugleiðingum og fór niður í IKEA. Fyrir 1995 krónur fékk ég þrívíddarteikningu af drauma eldhúsinu mínu og verðtilboð. Ef ég svo kaupi innréttinguna (sem er eitthvað í kring um 300.þús. þá dregst þessi tæpi 2000 kall frá verðinu. Svo þegar búið var að teikna allt upp kom í ljós að ég var ekki sátt við eitt og annað og auk þess hafði málbandið mitt verið eitthvað bilað svo það þurfti að lagfæra ýmislegt, þá var teikningin bara lagfærð og uppfærð, mér að kostnaðarlausu. Mæli...

Re: Mín skoðun á fólkinu eftir 1/12

í Raunveruleikaþættir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Af hverju að hata Jon?? - Einfalt maðurinn er fífl! Hann er algerlega búinn að selja líf sitt fyrir þessa þætti. Ég myndi aldrei nokkurntímann ráða mann eins og hann í vinnu til mín. Ég myndi aldrei nokkurn tíman vilja vera nálægt manni sem getur logið svona hryllilega og svikið fólk í kring um sig án þess blikka. Ég myndi aldrei treysta þessum manni fyrir einu eða neinu. Og að þær stelpurnar skyldu halda áfram að treysta honum aftur og aftur…. ótrúlega heimskar. Ég hélt þær væru klárari en...

Re: Beagle

í Hundar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég á dásamlegan Beagle hund sem er ósköp ljúfur og miðað við þær sögur sem ég er að heyra af öðrum beagle hundum sem við höfum hitt þá er minn mjög stilltur. En hann er samt alger terroristi miðað við labrador tíkina sem vinkona mín átti (þegar hún var á sama aldri). En það skal reyndar viðurkennt að fyrstu 2 vikurnar voru mjög rólegar, eftir það fór kallinn að láta í sér heyra. Þá var hann orðinn öruggur, hérna átti hann heima og hér myndi enginn meiða hann eða kasta honum á dyr. Þá fór nú...

Re: Julie og Dizzy

í Hundar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Alger æði!!! Er þetta jólakortamyndin í ár? Tzip

Re: Áhugaspuni ?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég held að hann hafi verið búinn með talsvert meira. Hef bara ekki heyrt meira frá honum, er enn að bíða og gefst ekki upp á því, er mikill aðdáandi mannsins ;) Kveðja Tzip

Re: Vitsugur

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það er nú ýmislegt sem gerist í raunveruleikanum sem við sjáum aldrei og skiljum ekki ;) Hver veit nema að Treabeard hafi verið til í raun og veru? Hver veit nema að það sé í raun og veru til Skástræti, Hogwarts og allir þessir staðir? Hver veit nema að Middle Earth hafi verið hinn raunverulegi heimur áður en mannkynssagan var skrifuð? Hver veit….. Burt séð frá því þá vitum við ekki hvort að tré og aðrar plöntur (og lífverur) hafi sál, geti tjáð sig sín á milli, hafi tilfinningar og fleira,...

Re: velkomin til Hogsmeade....

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Afhverju segir þú “takk fyrir mig”? Við ættum frekar að vera að þakka þér fyrir skemmtilega og fróðlegar greinar. Kveðja Tzip p.s. ég var búin að gleyma fullt af þessum stöðum.

Re: Áskorun!!

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég verð eignlega að vera á sama máli og uddabudda… Ég er ekkert smá forvitin að vita hvaða sögu þú átt. Ekki veit ég hver þú ert…. ??? Fyrir mér ert þú bara larandaria, hef ekki hugmynd um hver þú ert utan huga. Nafnleyndin er ekki í hættu þó að ég fái að vita hvað sögu þú átt… ;) segi svona… skil vel þó að þú viljir þitt privasy Er bara svo ótrúlega forvitin manneskja Kveðja Tzip hin ofurforvitna

Re: Vitsugur

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
úps, hann heitir víst Treebeard en ekki Treabeard, fingurnir aðeins að fara hraðar en heilinn (sem er svoldið soðinn eftir of mikið af prófum).

Re: Vitsugur

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Samkvæmt Treabeard í Lord of the Rings þá hafa trén sálir, hugsa, finna til, gleðjast og tjá sig, mennirnir eru bara hættir að hlusta á þau ;)

Re: Vitsugur

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Líkaminn er á lífi, en ert ÞÚ á lífi? Hver ert ÞÚ, sálin eða líkaminn? Tzip

á ég að hafa það léttara næst?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Á ég þá að hafa þetta léttara næst? Ég hef verið að reyna að þyngja þetta smám saman því það er ekkert gaman þegar allir svara alltaf rétt. Fyrstu triviunni svöruðu nánast allir rétt. Eftir það hefur hlutfall réttra svara orðið frekar lægra, en núna er þetta í fyrsta skipti sem ekki einn einasti er með allt rétt, en það sem mer finnst skrítnast er að fólk er að klikka á spurningum sem ég hélt að væru auðveldastar. Svona er þetta…. ég veit aldrei hvar ég hef ykkur. En á ég að létta þetta næst? Tzip

Re: Vitsugur

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Já, en ef þú getur ekki hugsað, hvað þá talað eða tjáð þig, ekki hreyft þig, ekki fundið til, ekki glaðst, ekki orðið sorgmædd… …. ertu þá á lífi? Tzip

Re: Vitsugur

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
The Nazgul úh…. já svoldið svoleiðis en samt held ég að Nazgúlarnir séu talsvert stærri og meira scary. Vitsugurnar eru minni og renglulegri, ég meina Nazgúlarnir eru alveg sækó, þeir gera hvað sem er til að ná í hringinn. Ef staðið er gegn vitsugunum þá er eins og þær hugsi bara “ok ok, ég fer þá bara og finn mér einhvern annan sem á góðar mynningar, see if I care!” Svo eru líka bara hljóðin í Nazgúlunum svo ÓGEÐSLEG! Vitsugurnar eiga víst að vera með einhver creepy hljóð, en Nazgúlarnir...

Re: Hverjir munu enda saman?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 11 mánuðum
he he he já hún er líka svo mikil mamma. Ég var að lesa áhugaspuna sem segir frá tímanum þegar Voldemort féll í fyrra skiptið. Þar er aðeins komið inn á fjölskyldulíf Weasley fjölskyldunnar. Ég hafði aldrei spáð í það fyrr, en Molly var á tímabili með 5 börn undir 6 ára. Þegar Percy var 5 voru tvíburarnir 4 ára Ron 2 ára og Ginny 1 árs. Spáið í það! Ég átti ekki orð, og Arthur alltaf í vinnunni…. ótrúleg manneskja. Að ég tali nú ekki um að það voru tveir unglingar á heimilinu í þokkabót. Það...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok