Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Toby Jones

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
uss… hann er nú svolítið Dobby-legur greyjið

Re: Jesus dies

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
iss ekkert mál, hún veit að hann reis upp frá dauðum á næstu blaðsíðu. (þú ert samt á hálum ís að nafngreina fólk hér á huga. Það er ekki leyfilegt að nafngreina aðra en sjálfan sig hér) Ekki það að hann dó líka á þremur stöðum í viðbót í sömu bók… og reis upp líka blaðsíðunni eftir það… En mér finnst þetta æðislega fyndin mynd. kveðja Tzipporah

Re: HP Fan Art

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Æðisleg mynd. Ekkert smá krúttlegur Gryffindor.

Re: Yndislega 3.bók

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Þetta er æðisleg mynd. Ég alveg elska þetta samband á milli Minervu og Sybil.

Re: HP Fan Art

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Geggjuð mynd. Ég myndi vilja sjá Tonks og Lupin mynd frá þessum listamanni. Þoli ekki hvað það kemur lítið af góðum myndum af þeim. Hef enn ekki fundið neina sem mér finnst nógu góð. og kann ekki að teikna nógu vel til að geta gert það sjálf. Á reyndar tvíburafrænkur sem eru rosalega duglegar við að teikna fantasíumyndir og er alltaf að reyna að dobbla þær í að gera þetta fyrir mig… sjáum til hvernig það gengur.. kveðja Tzipporah

Re: Spurning úr bók 5

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Örugglega. Hún er ekki búin að gefa út tímatakmörk á hvenær hún gefur hana út en hún er að vinna í henni. Í henni á að koma svona backstory um fullt af karakterum eins og t.d. Hogwartsdraugana, Dean Thomas og fullt af fleiru dóti sem við vitum lítið eða ekkert um en hún er með fullt skrifað um hjá sér. Ég held að hún ætli að gera þetta til styrktar góðra málefna eins og var með Fantastic Beasts og Quidditch bókina. Það verður spennandi. Kveðja Tzipporah

Re: the Malfoys SPOILER

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Magnað, ég hef aldrei heyrt um þetta með sameingingu helkrossa með iðrun. Athyglisverð pæling. Ég held hins vegar að hann hefði lifað það af in theory en ég held ekki að hann hafi haft burði til að iðrast. Hann var nátturlega algerlega siðblindur maður sociopath og slíku fólki er lífræðilega ómögulegt að sýna eftirsjá eða samúð með einu eða neinu. Varðandi nasistana þá má vel vera að einhverjir hafi verið neyddir til að drepa en svo við höldum okkur við Harry Potter líkingar, hversu margir...

Re: the Malfoys SPOILER

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Auðvitað elska ég Snape, hef alltaf gert, allt frá því í fyrstu bók en það þýðir ekki að hann sé góður. Hann heillar mig, virkilega, en hann er samt með ákaflega sadíska tendensa sem eru að mínu mati fráhrindandi (og personal hygiene er eitthvað sem hann þyrfti að athuga). Mér finnst ákaflega gaman að ímynda mér hvaða maður hefði orðið úr honum ef hann hefði hætt að leika við Lucius og Mulciber og þau hin og verið bara með Lily, gifst henni og þá orðið pabbi Harrys….??? wow… Harry Severus...

Re: Molly Weasley *SPOILER*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Nei, þau ætluðu ekki að ættleiða hann, enda var hann að verða tvítugur. Þau voru bara að fíflast með það að nú yrði hann partur af fjölskyldunni fyrst hann var að byrja með dóttur Bill Weasley. Hún drap einmitt Lupin og Tonks til að enda á munaðarleysingja eins og hún byrjaði söguna. Mér fannst það bara full klént af henni og eiginlega skemma svolítið fyrir.

Re: Spurning úr bók 5

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Jú, elskan mín, alfræðibókin sem hún ætlar að gefa út segir okkur örugglega allt sem við viljum vita. Spennandi að fá hana.

Re: *spoiler* Þörf og óþörf dauðsföll *spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
100% sammála þér. Hefðu alveg fleir mátt deyja, fannst eiginlega skrýtið að Weasley fjölskyldan skyldi bara missa einn fjölskyldumeðlim (og eyra) í öllu stríðinu. Þau eru of mörg til að komast út úr þessu svona lítið sköðuð. Vissulega fannst mér sorglegt að missa Fred, grét úr mér augun, en það var nauðsynlegt. Tonks og Lupin áttu hinsvegar að sleppa og fá smá skammt af happy ever after. Þegar ég las þessa setningu þurfti ég að lesa hana fimm sinnum yfir og fór svo bara beint í afneitun og las áfram.

Re: the Malfoys SPOILER

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Vá, gaman að fá svona löng svör til baka. Líka ferlega gaman þegar fólk er ósammála mér. Þú ert samt engan veginn að sannfæra mig. 1 Snape þurfti ekki að niðast algerlega á Neville til að halda uppi sínum orðspor. Ég er ekki að segja að hann hefði átt að dekra við hann og vera ljúfur við hann en það er eitt að gera upp á milli barna eftir heimavist, koma vel fram við Slytherin og illa við Gryffindor en það er allt annað að markvisst brjóta niður lítinn ósjálfbjarga einstakling sem nú þegar...

Re: Könnun

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Það verða að sjálfsögðu að vera heimavistir, þetta er jú, heimavistaskóli. En það er ekki nauðsynlegt að allir séu eins á heimavistinni. T.d. erum við maðurinn minn ákaflega ólík og hefðum aldrei lent saman á heimavist í ríkjandi kerfi Hogwarts en ég veit ekki um nokkurn mann sem mér þætti betra að búa með. Besta vinkona mín er líka gjörólík okkur báðum en hún nánast býr heima hjá okkur líka og betri vinkonu væri ekki hægt að hugsa sér. Við hefðum eflaust öll þrjú lent í sitthvorri...

Re: Könnun

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
he he he Þetta er alveg rétt hjá þér. Ég gerði það. og það skal alveg viðurkennt að af þessum fjórum stofnendum Hogwarts þá er Helga Hufflepuff í algeru uppáhaldi hjá mér því hún virðist vera sú eina sem hugsar um alhliða vellíðan nemenda sinna. Vissulega finnst öllum þeir vera í bestu heimavistinni þar sem þeir eru en það sem ég er að meina er að uppá alhliða vellíðan og uppeldi í skólanum þá ætti að blanda þessu fólki saman. Hugsaðu þér bara hversu margir sem seinna urðu Death-Eaters hefðu...

Re: Villa í bókinni?? *spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
kannski er þetta model nr. 2000 það þýðir ekki endilega að það hafi komið út árið 2000 enda kom bókin sú út fyrir árið 2000. En já Harry, Ron og Neville eru fæddir árið 1980, Hermione 1979 (eins og ég). Fred og George 1977 (eins og maðurinn minn). Bækurnar gerast þegar þau eru í skóla s.s. fyrir 10 árum síðan eða svo. Þessvegna er ég alltaf svo svekkt yfir því hvað Lupin, Sirius og Snape eru alltaf gamlir í myndunum. Þeir eiga að vera miklu yngri… og sætari (allavega Remus og Sirius). Kveðja...

Re: Könnun

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
he he já mér fannst það reyndar svolítið krúttlegt og rosalega shire legt.

Re: Könnun

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
engu að síður þá er það þannig að í Ravenclaw er fólkið með góðu einkunnirnar.

Re: Könnun

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
loyal and hard working. Ég er líka í HufflePuff. Lítur út fyrir að það verði mjög fámennt þar hjá okkur. Alla vega voru áberandi fæstir þar og í Slytherin. Annars er ég mótfallinn þessari heimavistaskiptingu. Finnst þetta mjög fasískt og einkennileg leið til að vinna með börn. Ég meina, pant ekki kenna Slytherin hópnum þar sem hver einasti nemandi er undirförull og sneaky. Eins gott að vera vel á verði þar… getið þið ímyndað ykkur hrekkina sem aumingja kennarinn þarf að líða? Eða...

Re: Spurning úr bók 5

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Rowling svaraði þessu einhverntímann á þann hátt að galdramaðurinn þarf að hafa skilið eftir part af sér sjálfum í myndinni til að hún verði eins og myndirnar á skrifstofu skólastjórans, geymi hans hugmyndir og hugsanir. Allir skólastjórar Hogwarts eru búnir að gera ráðstafanir til þess að það komi mynd af þeim um leið og þeir deyja. Sirius var ekki búinn að gera neinar slíkar ráðstafanir. Þessvegna er ekki hægt að fá neitt nema ljósmyndir sem hreyfast af honum eða málverk sem hreyfist en...

Re: Afsakið ef þetta hefur komið áður en... líklega SPOILER(AR)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Var ekki málið að tvær aðalpersónur áttu að deyja? Er reyndar ekki alveg að sjá það… Lupin, Tonks, Hedwig, Dobby og Moody eru öll svona aukapersónur þó að þau séu aðeins meira aðal en t.d. Lucius Malfoy eða Bella. Aðalpersónur sagnanna sem deyja í þessari bók eru nátturlega Voldemort og Harry (hann dó.. it just didn't take.) Snape og Fred gætu líka verið þessar tvær aðalpersónur sem dóu. Yfir allt var hreinlega mjög mikið um dauðsföll í þessari bók. Sem er svo sem ágætt því þetta gat engann...

Re: the Malfoys SPOILER

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Æj Gulla krútt… ;P Alltaf gaman að smita fólk af pínu væmni. Mér fannst ferlega krúttlegt í endann þegar þau sátu saman í stóra salnum og vissu ekki alveg hvort þau áttu rétt á því að vera þar. Mér fannst líka frábært að Harry skildi bjarga Draco. Var svolítið svekkt yfir að Draco skyldi ekki fá aðeins stærra hlutverk en var alveg ánægð með þeirra enda. Draco var aldrei ánægður sem Death Eater, hann var svona eins og Regulus. Missti móðinn mjög snemma og vildi snúa við. Fannst líka flott í...

Re: the Malfoys SPOILER

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
En Snape er vondur. Hann er ákaflega sadískur einstaklingur sem nýtur þess að gera lítið úr minni máttar. Sérstaklega Neville Longbottom (fyrirgef honum aldrei fullkomlega fyrir það). Það eina sem hefur breyst er að hann elskaði Lily og verndaði Harry og vann fyrir Dumbledore hennar vegna. Hann er eftir sem áður sadískur óþokki og svoleiðis menn eru aldrei góðir. Hann vann kannski fyrir góðu hliðina en hann var aldrei beinlínis góður.

Re: *spoiler* Þörf og óþörf dauðsföll *spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Mér finnst þeir bara svo fyndnir. “I mean, Voldemort deserves more credit then he gets. He comes up with these elaborate plans and then Harry comes along and thwarts him with a single expelliarmus. Poor Voldemort, he's basically a good guy.” “Well he has killed thousands of people so that kind of goes to wards his evil side” “Well yes but… ok I see I am alone in this so I'll just sit here quietly for now.” Æj þeir eru bara svo miklir rugludallar. Ótrúlega gaman að hlusta á þá. Kveðja Tzipporah

Re: *spoiler* Þörf og óþörf dauðsföll *spoiler*

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég er alveg sammála þér. Hefur alltaf farið ótrúlega í taugarnar á mér þegar hún tilkynnir fyrirfarm að einhver eigi eftir að deyja. Bara pirrandi. Fred er vissulega to much fun to die. En ég skildi það dauðsfall mikið betur en Lupin og Tonks. Eina ástæðan fyrir þeirra dauðsföllum var bara of mikil klisja og langt fyrir neðan virðingu Rowling að mínu mati.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok