Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Nymphadora Tonks

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta er allt eitthvað sem kemur fram í bókunum eða sem Rowling hefur sagt frá í viðtölum. Flott grein hjá þér tonks. Ánægð með þig. Kveðja Tzipporah

Re: Flugduft leiðir til lokunar

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mér finnst þetta alveg ótrúlega fyndið…

Re: Mark Evans

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mikið rétt, það kemur fram aftur og aftur í minningu Snapes. Þegar hún skammar James first fyrir að pína Snape svarar James t.d. “All right, Evans?” Aftur seinna… “I will if you go out with me, Evans” og enn seinna… “Ah, Evans, don't make me hex you,” …. “you are lucky Evans was here, Snivellus” og svo áfram allavegana þrisvar enn í kaflanum en ég held að ég sé búin að gera nægilega grein fyrir máli mínu og læt því staðar numið hér.

Re: Katie Leung- falsað blogg

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
úps.. ég og mín lesblinda. Biðst afsökunar. Skal reyna að muna að mynni er bara mynni þegar það er munnur ;P en dalsmynni… usss… tölum nú ekki um svoleiðis staði.

Re: Mark Evans

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Glæsileg grein. Gaman að fá nýtt líf í fréttamennskuna hér á síðunni. Ég verð nú samt að segja að ef þetta er satt sem Rowling segir að Mark Evans sé bara einhver “nobody” sem skipti ekki máli þá finnst mér hún nú alveg hafa skitið í buxurnar með þetta. Maður nefnir ekki einhvern sem engu máli skiptir sama nafni og ein af lykilpersónum sögunnar óvart. Hvað var hún að hugsa? Mér finnst stundum Rowling gera svo hryllilega klaufalegar og kjánalegar vitleysur að ég skil eiginlega ekki hvernig...

Re: Katie Leung- falsað blogg

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Skemmtileg grein, eitthvað til að hugsa um. En mig fýsir að vita, hvaða fífl fer í ferð til Englands til að komast að því að hún var að tala við einhvern allt annan? Er fólk ekki enn farið að átta sig á því að það er ekki hægt að treysta öðrum í gegn um internetið? Hvað ef þetta hefði verið einhver óprúttinn barna/unglinga- pervert? Les svona fólk ekki fréttirnar? Horfir aldrei á 60 mín? Vita ekkert hvað er í gangi í heiminum? Góð ámynning til okkar allra, ekki að treysta hverjum sem er á...

Re: Er James Potter í raun og veru Remus Lupin?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
The Quibbler er nýr kubbur hér á áhugamálinu sem er ætlaður fyrir allskyns samsæriskenningar og skemmtilegar vangaveltur tengdar Harry Potter og félögum. Vinsamlegast ekki setja inn svona mörg spuringamerki, þetta eyðileggur allt form á svörum og greinum. Í stað þess að hafa greinarnar fallegar og ferhirndar eins og venjulega verður allt að einni langri leiðinlegri línu og þarf að skrolla til hliðar til að lesa allt sem stendur. Þetta er mjög óþolandi. Mundu bara að allt er best í hófi....

Re: Er James Potter í raun og veru Remus Lupin?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Nei en ég þurfti að kalla yfiradmin út í vinnu til að breyta því. Þeir eru ekkert sérlega hrifnir af því. Ekki gera þetta aftur. Kveðja Tzipporah

Re: BudIcer - maðurinn á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter (að hluta)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hvað segirðu fantasía, eftir þennan lestur um BudIcer þá ertu að bjóða honum systur þína? Þú vilt sem sagt svona mann í fjölskylduna þína?

Re: Eftir endalokin ~5. kapítuli~ Harry Potter- Í vöku, draumi eða dauða?

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
úúúú… spúkí Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja meira. Þett er bara nokkuð gott, ég er allavegana að verða temmilega forvitin. Draco vála, það er broslegt. Kveðja Tzipporah

Re: Aesa - stúlkan á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Æsa er Aesa sem skrifar spunann “Harry Potter og augun” og sendi hér inn mjög umdeilda grein um Sirius Black fyrir skemmstu. Rita Skeeter (sem öðru nafni nefnist Tzipporah hér á huga) og aðstoðarmaður hennar Fantasía skrifuðu aftur ámóti greinina um það hver Æsa er í raun og veru. Kveðja Tzipporah

Re: ~Eftir Endalokin, 4. kapítuli~

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ok, nú er ég búin að vera fjarverandi og var því bara rétt í þessu að lesa þennan og síðasta kafla… looking good! Það er þó nokkuð sem ég er að velta vöngum yfir. Samkvæmt því sem var í 3. kafla þá var það Draco Malfoy sem er ljóshærði maðurinn. Hvernig komst Draco Malfoy inn í höfuðstöðvarnar? Það var jú þar sem hann tók Hermione upp á sína arma. Auk þess… hvernig komst hann með Hermione inn á þessa leyndó leyndó stofu sem Harry liggur á? En mér finnst þetta vera mjög spennandi og bíð eftir...

Re: Týndi þjónninn 6. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Dumbledore er ekki 7000 ára hann er í kring um 150 ára. En hver segir að hann sé svo gamall í þessum raunveruleika sem Harry er að vakna í núna?

Re: Týndi þjónninn 6. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það var það sem ég var að segja…

Re: Týndi þjónninn 6. kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég segi það enn og aftur, þú veldur svo sannarlega ekki vonbrigðum. Þetta er alveg ótrúlega spennandi og svo óvænt og allt öðruvísi en maður átti von á. Get varla beðið eftir að sjá hvaða hlutverkum Ron, Hermione og Draco gegna í þessari veröld. Fantasia, ég verð að viðurkenna að þetta minnti mig líka óneytanlega á Buffy þáttinn en það var samt ekki jafn flókið plott. Þar voru ekki allir í hlutverkum, var það nokkuð. Það er reyndar frekar langt síðan ég sá þann þátt en þá var hún samt Buffy...

Re: Eftir Endalokin 1 og 2 kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hey… þetta er örugglega Neville.

Re: Eftir Endalokin 1 og 2 kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
akkurat svona, það var alveg rétt hjá þér: ímynda. mynd er alltaf með ypsiloni og ímynd er því líka með ypsiloni á sama stað ;)

Re: Eftir Endalokin 1 og 2 kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ekki Neville? Oo… Hann breyttist kannski ekki á 10 mínútum, gæti samt hafa breyst talsvert á 2 árum. Ég hélt endilega að hann væri ljóshærður. Hann er það allavegana í mínum haus. En það er greinilegt að þið eruð búnar að plana þetta eitthvað enda kemur það fram í talsvert betri skrifum en annars ;) Það eru engu að síður margar villur eins og þú bendir sjálf á og ég var meira að segja búin að biðja ninas um að skoða þetta betur áður en þið senduð þetta inn. Þið passið þetta betur næst ;)...

Re: Eftir Endalokin 1 og 2 kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Nei þetta er ekki Draco, muniði hann var horfinn… hann var evil gaurinn, allavegana í fyrsta kaflanum. (ekki það að ég viti nokkuð um það, en ég giska á að þetta sé ekki hann.)

Re: Týndi þjónninn 5.kafli

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Vá… Þú veldur svo sannarlega ekki vonbrigðum ;) Spennan magnast. Kveðja Tzipporah

Re: Tzipporah - konan á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Jah… ég svaf bara hjá yfiradmininum… en þú færð ekki að gera það, allavegana ekki hjá mínum ;) En það eru ákveðnir skilmálar sem þarf að uppfylla. Meðal annars þarf viðkomandi að vera eldri en 16, virkur á áhugamálinu og hafa vit á því sem þar fer fram, geta stjórnað hlutunum og ekki er verra að hafa grunnfærni í html kóðun. En svo fer nátturlega allt eftir eftirspurn. Ef áhugamálið sem þú ert að spá í er vel rekið og stjórnendur þar eru öflugir og aktívir þá er hreinlega ekki pláss fyrir...

Re: Tzipporah - konan á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
æji fólk… þið eruð ósköp indæl, en allt of viðkvæm. Auðvitað er þetta djók. Hver haldið þið að skrifi fyrir Ritu Skeeter? — Ég! Ég var búin að fá skammir í hattinn fyrir að Rita væri orðin allt of ljúf og væri ekki að skrifa um neina skandala svo að sjálfsögðu varð ég að bæta úr því. Ekki gat ég farið að grafa upp skandala um einhverja sem gætu tekið því illa svo ég ákvað bara að leyfa Ritu að grafa upp mína skandala. Flestir sem eru mikið hér á áhugamálinu skildu strax að um grín var að...

Re: Tzipporah - konan á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hey… ég er sko bara víst ofurhugi á áhugamálinu börnin okkar, þar sem ég var líka fyrsti admininn hér fyrir þremur árum þegar hugi.is var að hefja göngu sína. Tzipporah

Re: Tzipporah - konan á bak við nickið - eftir Ritu Skeeter

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já ég veit það… er bara búin að vera að tapa mér svolítið í þessum áhugaspuna mínum ;P Ég skal fara að taka mig á. Kveðja Tzip
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok