Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Gryffindor-strákurinn

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég held reyndar að þetta sé allt eitt stórt klúður hjá Rowling. Hún skrifar hvern bekk mjög lítinn og lætur kenna heimavistunum saman til að stækka hópana en hugsar sér samt skólann sem 1000 manna skóla. Þetta bara gengur ekki upp, ekki frekar en að Dudley hafi verið að leika sér í playstation árum áður en hún kom á markaðinn og að Charlie eigi að vera þremur árum eldri en Percy en útskrifaðist samt 9 árum á undan honum. Rowling hugsar fyrir flestu en ekki alveg öllu. Það eru samt 10...

Re: The Maurauders

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þetta er geggjuð mynd!

Re: Slytherin Slangan & Þarfaherbergið

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Það er alveg rétt Vala gegnir nátturlega lykilhlutverki í að stöðva árásirnar úr leyniklefanum, bæði þegar Tom var í skólanum og svo aftur þegar Ginny var að opna hann.

Re: Harry Potter með bólur?

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Já var ekki Spýra prófessor með einhverja plöntu sem hún sagði þeim að væri hægt að búa til smyrsl úr sem lagaði bólur. Var ekki einhver hufflepuff stelpan með mikið af bólum og var að fá eitthvað svona við því? Það er eins og mig minni það. Annars finnst mér nú alveg vera farið að ganga út í öfgar þær breytingar sem verið er að gera á fólki til að það líti sómasamlega út á skjánum. Jú, jú, allt í lagi að láta nokkrar bólur hverfa en svona off topic, hafið þið heyrt um breytingarnar sem hafa...

Re: Slytherin Slangan & Þarfaherbergið

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Já, það er rétt. En hún var nú svo sem ekkert mikið inni á klósettinu notaði það bara sem dyr inn í leyniklefann sinn. En það var nú líka þess vegna sem Vala Væluskjóða dó, því hún var að nota klósettið á vitlausum tíma.

Re: Evans

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Lestu það sem Æsa skrifaði áður en þú svarar. Þetta er spurning sem hún fékk senda inn. Hún setti spurninguna efsta og svaraði henni svo strax á eftir.

Re: Natalie MaCdonald

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
ahh… auðvitað á það að vera McDonald en ekki MaCdonald. Sorry… bara lesblindan mín að stríða mér.

Re: Spádómurinn

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég held að Dumbledore hafi aldrei sagt að spádómurinn gæti sagt Voldemort hvernig hann ætti að drepa Harry, ekki frekar en hann segir Harry hvernig hann eigi að drepa Voldemort. Aftur á móti eru mikilvægar upplýsingar í spádóminum sem kemur sér ágætlega fyrir Harry og félaga að Voldemort viti ekki. T.d. að Harry hafi kraft sem Voldemort þekkir ekki. Voldemort veit ekki af þessu og áttar sig því ekki á að hann sé að vanmeta þennan kraft og að þessi kraftur skipti máli þegar kemur að...

Re: Unlikely Alliance: Kafli 20 - Kalt (breytt og bætt - úps)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Sá sem dó var ónefndur drápar. Við vitum ekkert hver það var. Hann var aldrei kallaður upp með nafni og sagði ekkert svo Draco gat ekki borið kennsl á hver hann var. Kannski fréttum við það seinna, kannski ekki. Kveðja Tzipporah

Re: Moody og Boggart-ar

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég sé einhvernveginn alltaf fyrir mér stóra ljóta skrýmslakalla svona svolítið svipaða embættisköllunum í Hitchikersguide. Veit ekki afhverju. Sé þá alveg fyrir mér vera að troða sér inn í litla skápa og skúffur… he he he he

Re: Unlikely Alliance: Kafli 20 - Kalt (breytt og bætt - úps)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Jú, eins og Burrburr sagði þá gleymdi ég áð láta Voldemort merkja hann… svolítið mikilvægt atriði sem mátti alls ekki gleyma. Finnst þetta ömurlega leiðinlegt að hafa sent kaflann svona inn og gleymt þessu… En það er svona… svo lengi lærir sem lifir!

Re: Petunia

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hún er örugglega eldri. Lily var tvítug þegar hún átti Harry. Dudley er jafngamall honum og ég efast um að Petunia hafi verið yngri en tvítug þegar hún eignaðist hann.

Re: James..

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Nei, Rowling hefur svarað því að það var bara meira kúl fyrir James að leika sér með eldinguna heldur en með tromluna. Hann var sóknarmaður. Í myndinni var hann hafður leitari en það er aldrei minnst á það í bókunum. Það segir enginn að hann sé góður leitari eins og pabbi hans bara góður í quidditch eins og pabbi. Eins og hann sagði sjálfur í fimmtu bókinni þá stal hann eldingunni. Enda kom það Siriusi á óvart að hann skyldi vera með hana.

Re: Unlikely Alliance: Kafli 20 - Kalt

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Takk, takk ;)

Re: Lífið 8. kafli - Rifrildi og óvæntur gestur.

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þetta er bráðskemmtilegt hjá þér. Hlakka til að sjá hvernig fer. Kveðja Tzipporah sem skilur binary brandarann og finnst hann geðveikt fyndinn ;D

Re: Sirius

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Sjálfselskur og góður finnst mér ekki fara saman… en það er bara mitt álit. Aftur á móti notaði ég aldrei orðið Vondur. Ég sagði líka að hann hafi kannski meint vel bara verið of sjálfselskur til að taka tillit til þess sem Harry og aðrir í kring um hann þurftu á að halda. Ég sagði ekki að hann hefði verið vondur en hann er alls ekki það sem ég myndi kalla góður maður.

Re: Sirius

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hvað átti Dumbledore að segja? Að hann hefði verið vondur maður? Þá hefði Harry nú liðið mikið betur… heldurðu ekki? Aftur á móti er ég alveg sammála því að Sirius kom kannski ekki illa fram við alla húsálfa og hann meinti að ég held oftast ekkert illt með framferði sínu en hann hugsaði sjaldnast um nokkurn nema sjálfan sig.

Re: ólíklega bandalagið

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Já nýr kafli er kominn… loksins… Næsti kemur líklega ekki fyrr en um helgina en svo þarf ég að fara að drífa mig í að klára þetta. Það eru líklega ekki eftir nema sex kaflar í viðbót svo þessu fer að ljúka. Vona bara að ég nái markmiði mínu og geti klárað þetta áður en nýja bókin kemur út. Takk fyrir allan stuðninginn. Æðislega gaman að skrifa þetta og ennþá skemmtilegra þegar fólk bíður svona spennt. Kveðja Tzipporah

Re: Unlikely Alliance: Kafli 20 - Kalt

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Og það var rétt! 8 ár var það heillinn. Yeah baby Yeah…

Re: Sirius

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Sirius sagði sjálfur einu sinni, ekki dæma mann eftir því hvernig hann kemur fram við jafningja sína heldur eftir því hvernig hann kemur fram við undirmenn sína. Hvernig kom Sirius fram við Kreatcher? Hann hugsaði eingöngu um eiginhagsmuni. Honum leiddist og þessvegna gerði hann af sér allskyns óskunda. Hann reyndi að fá Harry út í allskyns vitleysu bara af því að honum leiddist, til að hann gæti lifað í gegn um guðson sinn. Honum þótti vænt um Harry og hann var vinur vina sinna það er ekki...

Re: Sirius

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
En hann var svo slæm fyrirmynd… Segi ekki að hann hafi átt skilið að deyja en hann var ekkert sérlega góður maður og ekki góð föðurímynd fyrir Harry. Vona bara að Lupin og Arthur og Molly taki Harry enn meira að sér núna og að ekkert þeirra deyji í næstu bók. Kveðja Tzipporah (sem rétt í þessu var að gera hálfan huga.is/hp brjálaðan… ekki satt?)

Re: Unlikely Alliance: Kafli 20 - Kalt

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Já ég veit… my evil plotting skills are not very good. Sjáum hvort mér fer fram í þessu í þeim köflum sem eftir er. Endilega allar hugmyndir vel þegnar… Hvernig hefði ég getað haft þennan kafla meira spennandi? Er búin að sitja yfir honum og hef komist að því að evil plotting skills er alvarlega ábótavant. Enda er ég svona týpa sem get aldrei logið hvað þá meira ;P

Re: Unlikely Alliance: Kafli 20 - Kalt

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Nei… aldrei þessu vant þá sendi ég inn kafla núna án þess að vera komin langt á veg með þann næsta… það er brot á reglunni minni… ef ég væri húsálfur þyrfti ég að refsa mér… Guði sé lof að ég er mennsk ;P En ég var að gera hryllilega uppgötvun. Var búin að reikna út að ég þyrfti að senda frá mér kafla á fjögurra daga fresti ef ég ætlaði að ná að klára fyrir útgáfu sjöttu bókarinnar en ég gleymdi að reikna með því að ég er að fara að vinna í sumarbúðum í eina viku í byrjun júlí. Svo nú er...

Re: Unlikely Alliance: Kafli 20 - Kalt

í Harry Potter fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Jah… við eigum bronsbrúðkaupsafmæli… veit einhver hvað það eru mörg ár? Bara gera þetta spennandi… ;P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok