Jú jú rétt er það að hann varð vinsælli eftir morðið/hvarfið enn hann var þó mjög vinsæll. Það er bara sama sagan með alla þessa frægu tónlistarmenn, Nirvana fékk meiri athygli eftir að Kurt var dáinn/myrtur og Hendrix eftir að hann kafnaði á eigin ælu. Þeir komast í fréttirnar og verða ávalt litnir á sem goðsagnir þar sem þeir dóu allir á hátindi feril síns. Enn ég hefði haldið að sölurnar myndu rjúka upp ef hann myndi taka upp á því að labba inn í Kringluna lifandi og í gúddí fíling.