Spilari einn seildist í nammi félaga síns, fékk sér, tók svo pokan, stakk honum *blákalt* ofan í skúffu við hliðina á sér og lokaði. Þetta háttalag vakti, vægast sagt, mikla furðu og kátínu meðal viðstaddra. Ekki hefur enn komist á hreint hver tilgangurinn var með þessu atferli. Núna er þetta einhver lengsti, enn gangandi, brandari hópsins og eigur umrædds spilara enda ósjaldan ofan í skúffu…