Ég á alltaf erfitt með Tottenham, sama hvað lið ég er með. Tapaði 5-3 á móti þeim með Liverpool og það er í eina skiptið á tímabilinu sem ég hef fengið á mig fleiri en 2 mörk. Síðan er það hann John Obi Mikel sem virðist skora á mig í hvert sinn sem hann skýtur á markið, skiptir ekki máli hvar á vellinum hann er, hann skorar. Það er ekkert smá pirrandi.